Flóra: tímarit um íslenzka grasafræði - 01.01.1963, Blaðsíða 76
70
ar sé sjávarútvegurinn farinn að skaða landbúnaðinn, hann sé
farinn að draga svo mikið frá landbúnaðinum, að það séu
orðin vandræði að fá menn til að vinna sveitavinnu .... Það
sér liver maður, að með þessum litla styrk, sem þilskipaútveg-
urinn hefur fengið, þá liefur hann eflzt svo, að liann er þegar
farinn að bera landbúnaðinn ofurliðá. — Og ég er sannfærð-
ur um það, að þó hann verði ekki styrktur neitt, þá muni hann
aukast samt, vegna þess, að það eru ekki smámenni, ekki efna-
litlir menn, heldur eru það efnaðir menn, sem mestmegnis
reka þilskipaveiðarnar. — Við erum að styrkja efnaða menn,
til að koma upp þilskipaflota. Og þó það séu nokkrir fátækir
menn, sem hafa eignazt part í þilskipi, þá eru það undantekn-
ingar, og þessir partar hverfa með tímanum, og þilskipaflot-
inn kemst á fáar liendur, og við fáum nokkra kapitalista,
nokkra stórauðuga þilskipaeigendur. Þessi hefur orðið raunin
á alls staðar annars staðar. — Norðmenn eru að leggja heil-
ann í bleyti, til þess að finna ráð til, að efla bátaútveginn, svo
að smámennin geti náð björginni úr sjónum, og þurfi ekki að
verða að leiguliðum stóreignamannanna. — Ég er sannfærður
um, að það verður einhvern tíma á þessu þingi hér í þessum
sal spurningin um það, hvernig við eigum að vinna móti þil-
skipaútgerðinni og kapitalistunum. — Þetta getur verið allt
sarnan rétt, ef landbúnaðurinn á að deyja .... en ég verð að
játa, að þegar það er nefnt, þá er komið við hjartað í mér. —
Ég get ekki betur séð en að liið íslenzka þjóðerni standi og
falli með landbúnaðinum. Ef landbúnaðurinn getur ekki
blómgast, þá er okkar þjóðþrifum lokið, og við getum ekki
lifað lengur sem þjóð. — Ef sjávarútvegurinn eyðileggur land-
búnaðinn, þá koma upp kapitalistar, og fólk sem á þeim lifir.
En þá verður ekki lengur hægt að tala um íslenzkt þjóðerni.
Nei, það er uppi í dölunum okkar, uppi í sveitinni, þar og
hvergi annars staðar liggja dýpstu og kröftugustu rætur þjóð-
lífs vors, og þaðan dregur það næringu sína. — Sé þeim kippt
upp verðurn vér vonum bráðara að hálfútlendum þorpara-
lýð.“#
Alþingistíðindi 1901 B, bls. 1660—61.