Flóra: tímarit um íslenzka grasafræði - 01.01.1963, Blaðsíða 168
GRASAFREGNIR
HREISTURSTEINBRJÓTUR OG SKARFAKÁL.
Saxifraga foliolosa R. Br.
Sumarið 1963 fórum við Helgi Hallgrímsson víða um háfjöllin við Eyjafjörð.
Fundum við þá hreistursteinbrjótinn (Saxifraga joliolosa) á þrem stöðum, sem hans
var ekki áður getið frá. Áður hefur hann mér vitanlega fundizt á tveim stöðum:
Vatnsfjalli í Skagafirði (Thorvald Sörensen) og á Heiðarfjalli við Öxnadalsheiði
(Áskell og Doris Löve). í sumar fannst hann í Kinnafjalli sunnan Öxnadalsheiðar,
Jrar sem hann er víða í 900—1100 m hæð yfir sjávarmáli. Ennfremur uppi á brún
Torfufells í Eyjafirði í 900 m hæð og að lokum í brún Þrastarhólshnjúks við Hörg-
ardal einnig í 900 m hæð. Má merkilegt heita, að hann skuli ekki hafa fundizt fyrr
á síðastnefndum stað, þar sem tæplega munu nokkur fjöll vera betur könnuð á
landinu, en einmitt fjallaklasinn ofan Möðruvallasóknar í Hörgárdal. Þetta er
greinilega háfjallaplanta, sem vafalaust hefur lifað hér síðustu ísöld. Mun enginn
hinna 5 kunnu fundarstaða vera neðar en í 800 m hæð.
Cochlearia officinalis L.
Það er alkunnugt, að skarfakál vex víða í fjörum eða við bæi nálægt sjó um
land allt. Hitt mun síður kunnugt, að það vex einnig á háfjöllum. Á slíkum stað
fannst það fyrst við Snæfell af Ingólfi Davíðssyni. Seinna fann ég nokkrar plöntur
af skarfakáli uppi á háfjallinu milli Kolgrafagils og Fossgils í Garðsárdal í Eyja-
firði, eða sumarið 1958. Árið 1961 fann ég það aftur uppi á háfjallinu milli Stóra-
Krumma og Súlna við Eyjafjörð og sumarið 1963 uppi á Kinnafjalli við Öxnadals-
heiði og uppi á Torfufelli í Eyjafirði. Um fyrstnefndan fundarstað veit ég lítil
deili, en hinir 4 síðastnefndu eru allir frá 800 og upp i 1100 m hæð yfir sjávarmáli.
Virðist skarfakálið hafa þarna mjög takmarkaða úthreiðslu, nenta á Kinnafjallinu,
Jiar sem það fannst allvíða. Þessi eintök skarfakálsins eru mjög smávaxin og dálítið
frábrugðin venjulegu skarfakáli. Ymsum afbrigðum skarfakáls hefur verið lýst frá
fjöllum í Bretlandi, Skandinavíu og Grænlandi, en ekki virðast Jiau eintök, sem ég
ég lief, falla íullkomlega undir neitt Jieirra. Nýlega voru tekin eintök af skarfakáli
ofan af Kinnafjalli til ræktunar í grasadeild Lystigarðs Akureyrar, og verður fróð-
legt að fylgjast með, ef sú tilraun tekst, hverjum breytingum það tekur, við að
koma niður á láglendi. En reynslan í grasadeild L. A. hefur sýnt, að flest smávaxin
Ijallaafbrigði plantna taka miklum Jjroskabreytingum við að koma niður á lág-
lendi, og líkjast eftir fárra ára ræktun fullkomlega eintökum, sem vaxa á láglendi.
Stuðlar Jietta að lausn á Jieirri spurningu, hvort raunverulega sé um mismunandi
afbrigði að ræða, cða aðeins mismun vegna óltkra lífskjara.
Hörður Krislinsson.
162 Flórn - tímarit um íslenzka grasafræbi