Flóra: tímarit um íslenzka grasafræði - 01.01.1963, Blaðsíða 92
86
bæði inn undir jökla og út í eyjar. Síðan lá leiðin yfir Al-
mannaskarð, um Lónið og þar norðnr eftir til Berufjarðar.
Út í Papey brá hann sér 16,—17. ágúst. Síðan fór hann inn
fyrir Berufjörð yfir í Breiðdal, um Breiðdalsheiði og Skrið-
dal að Hallormsstað. Þaðan fór hann út að Eiðum, en síðan
upp Jökuldal og yfir Möðrudalsöræfi, Hólsfjöll og til Mý-
vatnssveitar svo sem leið liggur. Tvo daga staðnæmdist liann
þá í Mývatnssveit, en fór síðan yfir Stóruvelli í Bárðardal og
lieim til Möðruvalla. Kom hann þangað 29. ágúst.
Arið 1895 fór Stefán fyrst strandferð með gufuskipinu Láru
vestur um land til Reykjavíkur. Gekk hann í land hverju
sinni, sem skipið liafði nokkra viðdvöl, en telur þó í bréfi til
Warmings, að minna gagn hafi sér orðið að þessari ferð en
liann hefði vænzt fyrir fram. Hinn 14. júlí lagði hann síðan
af stað í langferð um norðausturhluta landsins. Fór hann aust-
ur um Fnjóskadal, Bárðardal framanverðan og Mývatnssveit,
þar hafði hann nokkurra daga viðdvöl og fór þá meðal ann-
ars inn hjá Bláfjalli. Síðan lá leiðin austur um fjöllin og að
Möðrudal. Þar dvaldist liann einnig, og skoðaði öræfagróður-
inn þar í kring en einkum þó uppblásturssvæðin í grennd við
Möðrudal og einnig þau svæði, sem tekin voru að gróa á ný.
Mun það í fyrsta sinn, sem það fyrirbæri náttúrunnar var at-
hugað af náttúrufræðingi hér á landi. Frá Möðrudal lá leiðin
um Efri-Jökuldal og upp að Brú og Hrafnkelsdal. Kannaði
hann þar gróðurbreytingar þær, sem rekja mátti til öskufalls-
ins frá Öskju 1875. En mest bar á því að lyngmóar hefðu
breytz í graslendi. Síðan fór hann yfir í Fljótsdal og út allt
Fljótsdalshérað og út á Héraðssand. Af Héraðinu lá leiðin um
Smjörvatnsheiði að Egilsstöðum í Vopnafirði, þaðan inn í dal
að Fossi og síðan aftur út að firði. Þaðan norður á Langaness-
strönd, sennilega yfir Sandvíkurheiði, inn Langanessströnd
um Langanes, yfir Þistilfjörð, kringum Melrakkasléttu um
Núpasveit, Axarljörð og Kelduhverfi og allt upp í Svínadal. Á
Víkingavatni er liann 18. ágúst, en veður tók þá mjög að spill-
ast, svo að hann mun hafa hraðað för sinni heimleiðis. Að
minnsta kosti finnast engar uppskriftir frá ferðinni eftir það.
Ferðin um Norðausturlandið varð síðasta langferð Stefáns.