Flóra: tímarit um íslenzka grasafræði - 01.01.1963, Blaðsíða 75
69
almennt, og sýnir fram á þörf þeirra safna, sem til voru á
sæmandi húsnæði, og segir svo „ef vér höfum ekki ráð á að
eiga söfn, sem að áliti allra eru undirstaða allrar þjóðmenn-
ingar og koma þaki yfir þau, þá höfum vér ekki ráð á að vera
menntuð þjóð.“# Það varð síðar hlutskipti Hannesar Hafstein
að framkvæma hugmyndina um safnahús, og þótt stórmyndar-
lega væri þar að unnið, skorti samt mjög á, að það væri fram-
kvæmt í samræmi við þann stórhug, sem fram kemur í tillögu
Stefáns. Og skemmtilegt er, að Valtýr sonur hans skyldi rúm-
um 40 árum síðar eiga frumkvæðið að byggingu hins myndar-
lega þjóðminjasafnhúss. En ekki getur Jón Jacobsson þessa
þáttar Stefáns í byggingarmáli Landsbókasafnsins í sögu safns-
ins, og hefði þó mátt minnast þess, hver flutti það fyrstur inn
á Alþingi.
Til afskipta Stefáns af menntamálum má og telja drengi-
legan stuðning hans við skáld og aðra menntamenn í fjárlaga-
umræðum. Má þar nefna meðal annarra, síra lfjarna Þorsteins-
son, Benedikt Gröndal, Helga Jónsson, Helga Péturss, Þor-
stein Erlingsson o. fl. í stuttu máli sagt, hann gekk ætíð fram
um skjöldu til sóknar og varnar lyrir hverri þeirri fjárveit-
ingu, sem miðaði að auknu menningarlífi í landinu.
Samhliða menningar- og skólamálum skipuðu búnaðarmál-
in æðsta sess í áhugamálum hans. Naumast kemur það frum-
varp lram á þingi um landbúnaðarmál, meðan lrann sat þar,
að hann væri ekki annað hvort flutningsmaður þess eða ör-
uggur stuðningsmaður, ef til hagsbóta horfði fyrir landbún-
aðinn. Stundum gerist hann næsta einsýnn í vörn sinni eða
sókn fyrir landbúnaðinn og afstöðu hans til annarra atvinnu-
greina í landinu eins og eftirfarandi ræðustúfur sýnir úr um-
ræðum um fjárlög 1901, þar sem hann ræðir tillögu um styrk
til þilskipaveiða:
„Ég álít ekki, að við eigum að taka nokkurn atvinnuveg
fram yfir annan á þessu landi. — Við eigum að styðja þá alla,
en hafa vakandi auga á því, að styðja engan atvinnuveg, svo
að hann meiði hinn. — En það er skoðun margra, að nú þeg-
Alþingistíðindi 1901 B, 909.