Flóra: tímarit um íslenzka grasafræði - 01.01.1963, Blaðsíða 23
17
áns um orsakirnar til hnignunar skólans, en ræðir þó meira
árásir þær, sem gerðar voru á skólastjóra og kennara. En það
virðist liggja fleira hér að baki. Vafalaust hafa harðindin átt
mikinn Joátt í að aðsóknin minnkaði, en þó er þess að gæta,
að ekki verður þeirrar minnkunar vart að ráði í Latínuskól-
anum, Hólaskóli er sæmilega sóttur og Hléskógaskólinn, sem
stofnaður var til höfuðs Möðruvallaskóla um þessar mundir,
fylltist. Nærri liggur að ætla, að orsakirnar Iiafi að einhverju
leyti legið iiinan veggja skólans sjálfs, og hinn mæti maður
jón A. Hjaltalín skólastjóri, liafi ekki gert sér þær ljósar eða
átt óbeinlínis einhverja sök á að svona var komið. Það virð-
ist t. d. nokkurn veginn ljóst, að honum hefur ekki verið lag-
ið að laða menn að skólanum. Hann virðist bíða þögull og
þungbúinn þess, sem verða vildi, og ekkert er gert heima á
staðnum, til jress að fá nemendur þangað. Og af einhverjum
ástæðum er traustið á skólanum jjorrið. Síra Amljctur, hinn
gamli forsvarsmaður skólans, er snúinn gegn honum, og joótt
ýmsir nemendur tækju svari skóla síns, tókst jreim ekki að
skapa nauðsynlegt traust á stofnuninni. Kennaraskiptin liafa
verið skólanum þungt áfall. Ekki verður Hjaltalín sakaður
um ]rau, enda Jrótt auðsætt virðist, að engin vinátta hefur ver-
ið milli hans og Þorvalds Thoroddsens. Þorvaldur getur hans
af lítilli hlýju, og af ummælum Hjaltalíns í Austra virðist
ljóst, að hann hefur ekki gert sér þess grein, hvað skólinn
missti við brottför Þorvalds. En ])ar segir svo: „Eg er heldur
ekkert hræddur um að skólinn dragist upp, þótt Þ. Th. sé ekki
við hann um tíma. En hitt er satt, að Island er illa farið, ef
þar er ekki nema einn Þorvaldur og Benedikt S. Þórarinsson
er spámaður hans.“# En skyldi það ekki liafa verið svo, að
sterkasta segulaflið, sem dró menn að skólanum hafi verið Þ.
TIi. En er ekki eitthvert samband milli hinna hatrömmu árása
Skúla Tlioroddsens á skólann og brottför bræðra hans frá hon-
um? En hafi Hjaltalín ekki til fulls kunnað að meta Þorvald
Tlioroddsen, þá er það hans hróður, hversu vel hann tók Stef-
áni Stefánssyni og kunni að meta hann réttilega allt frá fyrstu
* Norðlenzki skólinn, bls. 505.
2