Flóra: tímarit um íslenzka grasafræði - 01.01.1963, Blaðsíða 89
83
til Warmings prófessors og í dagbókum hans, og byrjað mun
liann liafa á ritgerð um þetta efni.
Annars er ekkert til frá hans hendi samfellt um rannsóknir
lians og ferðalög. Hafði hann lengi í hyggju að skrifa yfirlits-
greinar um ferðir sínar og gróðureinkenni þeirra landshluta,
sem Iiann fór um og eggjaði Warming hann mjög á það. En
embættisannir og önnur störf tálmuðu því að svo yrði. Hið
eina sem prentað er um ferðir hans, eru tvær stuttar ferða-
lýsingar í Andvara, Ferð til Héðinsfjarðar og Hvanndala, og
Frá Möðruvöllum „heim að Hólum“. Er hin síðartalda upp-
haf að ritgerð, sem liann samdi um Vesturlandsferð sína 1893.
Fn liandritið lenti í glatkistu hjá ritnefnd Andvara, hvort sem
það er nú nokkurs staðar til eða ekki.
Yfirlit það um rannsóknarferðir Stefáns, sem hér er gefið,
er tekið eftir mjög stuttorðum dagbókar nótum, og bréfum
hans til Warmings, svo og því litla, sem segir um þetta efni í
ritgerðunum Fra Islands Vækstrige.
Vorið 1888 lagði hann af stað frá Möðruvöllum 27. maí. Vor
var kalt og snjór á fjöllum. Fór liann þá vestur að Helgavatni
í Vatnsdal. Ekki virðist hann hafa litið eftir gróðri á leiðinni
vestur, og fór þó yfir Öxnadalsheiði og síðar Strjúgsskarð of-
an í Langadal. Að Helgavatni dvaldist hann síðan fram í júlí-
byrjun. Notaði hann tímann vel til að kanna gróður í Vatns-
dal, safna plöntum og lesa. I júlíbyrjun fór hann norður til
Eyjafjarðar. Lagði hann leið sína um Kolugafjall og dvaldist
nokkra daga á Veðramóti og fór þaðan í ferðir um Göngu-
skörðin og nágrenni, síðan út á Reykjastrcind og snöggva ferð
í Drangey, en síðan norður til Möðruvalla. Síðar um sumar-
ið, 22.-25. ágúst, fór hann norður um Fnjóskadal, skoðaði
skógana hjá Sigríðarstöðum, Hálsi og Þórðarstöðum og fór
lengst fram að Reykjum og Sörlastöðum. Seinni part sumars-
ins fékkst hann enn við rannsóknir í Vatnsdal.
Sumarið 1889 var hann sem fyrra sumarið mest í Vatns-
dalnum. Fór hann víða um dalinn og fjöllin báðunr megin
hans og vestur um Víðidal. Þá fór hann og tvær ferðir inn á
fjöll, um Kvíslaland og að Réttarhóli. Þetta sumar fór hann
til Reykjavíkur um Grímstunguheiði og Kaldadal og kom þá
6*