Flóra: tímarit um íslenzka grasafræði - 01.01.1963, Blaðsíða 122
116
ar skrifaði liann mikið í blöð og var riðinn við stofnun og út-
gáfu tveggja blaða, sem um skeið voru aðalblöð norðanlands.
Þegar á Hafnarárum sínum hóf Stefán að skrifa fréttapistla
í blöð, ef til vill vegna þátttöku sinnar í félaginu Velvakanda.
Skrifar hann að staðaldri fréttir í Norðurljósið á Akureyri ár-
in 1886 og 1887 unz liann fór frá Kaupmannahöfn. Einnig
mun hann hafa sent Þjóðviljanum fréttabréf um þær mundir,
þótt ég hafi ekki haft upp á þeim með vissu.
Eftir að hann kemur að Möðruvöllum tekur hann upp sam-
vinnu við Pál Jónsson Árdal, sem þá var ritstjóri Norðurljóss-
ins, og virðist þeim hafa fljótt orðið vel til vina. Skrifar Stef-
án nú margt í blaðið, bæði ræðir hann þar skólamálið, en
Norðurljósið liafi ætíð haldið uppi vörnum fyrir Möðruvalla-
skóla, og skrifar um ýmis menningarmál, ritdóma, minning-
argreinar og smágreinar fræðilegs efnis. Lítið eitt er þar um
pólitík. Sumt þessara giæina er nafnlaust eða undir dulnefni.
Notar hann þar mest nafnið Stefnir Eyfirðingur. Á þessum
fyrstu Möðruvallaárum, skrifar hann einnig við og við í Þjóð-
ólf. Vert er að geta hér greinar um sund og sundkennslu, sem
liann sendi Þjóðviljanum 1890. En af henni verður ljóst, að
Stefán hefur skrifað sýslunefndum norðanlands og skorað á
þær að beita sér fyrir sundkennslu og kosta hana. Brugðust
Skagfirðingar fyrstir við 1888 en Húnvetningar ári síðar. Sýslu-
nefnd Eyfirðinga eyddi liins vegar málinu, en mun þó síðar
hafa tekið það upp.
Eyfirðingar héldu minningarhátíð um 1000 ára byggð hér-
aðsins 1890. Ekkert kom Stefán við þau hátíðahöld, og var þó
fast lagt að honum einkum um leiksýninguna Helga magra.
Þótti honum allt hátíðahaldið frernur lítils virði. Nokkru eft-
ir hátíðina skrifaði hann alllanga grein í Lýð síra Matthíasar,
þar sem hann harmar það, að afmælið skyldi ekki liafa verið
látið marka eitthvert spor í framfaramálum héraðsins. Sting-
ur hann upp á, að haldinn yrði almennur héraðsfundur til
umræðna um framkvæmdir til umbóta, og livernig þeim megi
hrinda áleiðis. Nefnir hann þar til sex eftirfarandi atriði: 1.
Stofnun félags til gufubátsferða á firðinum. 2. Stofnun bún-
aðarfélags fyrir alla sýsluna. 3. Stofnun almenns framfarasjóðs.