Flóra: tímarit um íslenzka grasafræði - 01.01.1963, Blaðsíða 141
E. alpina er auk blaðlögunar auðþekkt frá E. ciliata og E. rhabdo-
carpa á því, að baukarnir eru án opkrans; frá E. rhabdocarpa ennfrem-
ur á því, að hettan er kögruð og baukarnir sléttir og frá E. ciliata á
því, að setan er rauð og kögrið er óreglulegra og sjaldan og þá mjög
lítið útstætt.
Baukarnir á E. ciliata eru sléttir, á E. rhabdocarpa gáróttir; þeir
eru ætíð nokkru dekkri á E. rhabdocarpa. Setan er gul á E. ciliata en
rauð á E. rliabdocarpa. Setan á E. ciliata dökknar oft með aldrinum,
en er þó ætíð mun ljósari en á E. rhabdocarpa. Hettan á E ciliata er
með reglulegu, stóru, útstæðu kögri, en er nærri slétt á E. rhabdo-
carpa; þó getur hún verið dálítið trosnuð að neðan, en er aldrei kögr-
uð. Gró þessarra tveggja tegunda eru mjög ólík, og er útlit þeirra ör-
uggt greiningareinkenni milli tegundanna.
ÁSKELL LÖVE og DORIS LÖVE:
ÚTBREIÐSLA OG FJÖLLITNI
Mönnum liefur lengi verið ljóst, að ákveðinn fjöldi litþráða ein-
kennir liverja tegund jurta og dýra. Eins er langt síðan því var veitt
athygli, að sumar tegundir sörnu ættkvíslar hafa jafnt margfeldi af lit-
þráðafjölda annarra. Það nefnist fjöllitni, og sú tvöföldun eða marg-
földun litþráðafjöldans, sem er orsök þess, er ein hinna mikilvægustu
ferla í þróun tegundanna. Flestar nytjajurtir eru fjöllitna, og því hef-
ur verið haldið fram með töluverðum rökum, að fjöllitna hveiti, sem
varð til við frumstæða ræktun fyrir um 7000 árum, sé sá grundvöllur,
sem menning hvítra manna hafi fyrst risið á.
Fjöllitni einkennir ekki aðeins ræktaðar jurtir, heldur er hún al-
geng meðal æðri jurta. Þó var það ekki fyrr en um 1930, að menn
veittu því athygli, að fjöllitni virðist vera algengara í norðlægum lönd-
um en suðlægum. Hagerup (1928) benti á það í sambandi við rann-
sóknir á lyngjurtum, að tegundir, sem hafa marga litþræði, vaxa oft-
ast norðar en hinar, sem hafa fáa. Nokkrum árum síðar sýndi Hage-
vup (1932) svo fram á, að fjöllitningar eru yfirleitt norðlægari en tví-
Htningar í flestum ættum, sem og að hlutfallstala fjöllitninga eykst
TÍMARIT UM ÍSLENZKA GRASAFRÆÐI - FlÓra 135