Flóra: tímarit um íslenzka grasafræði - 01.01.1963, Blaðsíða 86
80
aldrei gróið í íslenzkri mold. Stafaði þetta bæði af röngum
nafngreiningum og ruglingi, sem var meðal fræðimanna á
plöntuheitum, og svo má einnig vel vera, að plöntur hafi
ruglazt saman í söfmtm, og þannig slæðzt inn í skrárnar um
íslenzkar tegundir. Sjaldnast var nokkur greinarmunur gerð-
ur í skrám þessum á innlendum tegundum og slæðingum, sem
einungis vaxa hér um stundarsakir. Naumast var hægt að
segja, að til væri lýsing nokkurs gróðurlendis, og fullkomin
vanþekking var drottnandi um lífsháttu plantnanna til dæmis
blómgunar- og fræþroskunartíma, vaxtarstæði og þess liáttar.
Einn maður hafði þó tekið myndarlega á þessum ntálum og
var það Daninn Christian Grönlund. Skrifaði hann nokkrar
ritgerðir um íslenzka grasafræði og var merkast þeirra Islands
Flora, sem út kom 1881. Þar var getið um 357 tegundir blóm-
plantna og byrkinga, en ekki er gerður greinarmunur á inn-
lendum tegundum og slæðingum. Tegundunum er lýst stutt-
lega, en greiningarlyklar eru engir. Fremur eru lýsingar Grön-
lund ófullkomnar, og fundarstaðir ónákvæmlega tilfærðir og
margir rangir. Þess er getið, Itvenær Grönlund fann tegundir
í blómi, og mun það í fyrsta sinn sem þeirra hluta er gerð
grein um íslenzkar plöntur.
Ekki verður því neitað, að Grönlund talar með allmiklu
yfirlæti um rannsóknir sínar, þegar hann ber þær saman við
fyrirrennara sína, og gerir sinn hlut vissulega ekki minni en
efni stóðu til.
Eins og fyrr var á drepið gagnrýndi Móritz Halldórsson-
Friðriksson Flóru Grönlunds mjög harðlega, og þótt dómar
hans séu á ýmsa lund ómaklegir, er hann samt órækur vitnis-
burður um, að verk Grönlunds er býsna ófullkomið, enda
naumast annars að vænta, þar sem hann liafði einungis dval-
izt hér á landi tvo sumarparta, og vitanlega ekki komizt til að
skoða nema hluta af landinu, enda þótt hann væri bæði dug-
mikill og athugull. Einnig er svo að sjá, að hann liafi ekki
gagnrýnt verulega eldri plöntuskrár. En vert er að minnast
þess, að Grönlund safnaði miklu af gróplöntum og varði veru-
legum tíma til athugana á þeim, svo að árangur ferða hans
verður ekki mældur við Flóruna eina saman.