Flóra: tímarit um íslenzka grasafræði - 01.01.1963, Blaðsíða 104
98
svo til komin, en vera má að ganga hefði mátt lengra í þá átt,
og sumar þær tegundir, sem hann telur innlendar séu ílendir
slæðingar, og eins að nokkrar tegundir slæðinga þeirra, sem
hann telur svo, séu í raun og veru ílendir. En slíkt er matsatriði
hverju sinni, og verður seint skorið úr til fullnustu. Mér vit-
anlega hefur engin tegund, sem Stefán telur innlenda í 1. útg.
Flóru, reynzt ranglega talin íslenzk eða rangnafngreind. Hinu
ber ekki að neita, að ný sjónarmið í mati á tegundum og nán-
ari skoðún og samanburður t. d. við amerískar tegundir hafa
breytt nokkrum plöntuákvörðunum Stefáns, en slíkt mundi
liafa hent hvaða grasafræðing sent var um aldamótin síðustu,
og verður ekki lagt honum til lasts. í stuttu máli sagt, verkið
er unnið af vandvirkni og skarpri gagnrýni.
Þá skal litið á plöntulýsingar og greiningarlykla. Sá þáttur
bókarinnar er vitanlega saminn með stuðningi erlendra rita,
því að segja má, að allar slíkar lýsingar séu í tiltölulega föstu
formi hvar sem er. Þess er þó að gæta, að oft getur nokkru
rnunað á útliti tegundar eftir því í hvaða landi eða við hvaða
skilyrði hún vex. Stefán hlaut því að sernja allar lýsingar sín-
ar eftir íslenzkum plöntum. Annað er það, að þegar um er
að ræða leiðarvísi til að þekkja tegundina eftir, og ekki er
unnt að taka allt, sem um hana yrði sagt, þá reynir á skarp-
skyggni höfundar að velja þau einkennin, sem skýrust eru,
svo að plöntuna megi kenna af lýsingunni einni saman. Þær
erlendar Flórur, sem Stefán studdist mest við voru: Dansk Ex-
kursionsflora eftir Chr. Raunkiær, 1890, Handbog i Skandi-
naviens Flora eftir C. J. Hartman, 1879, og Flora des Nord-
ostdeutschen Flachlandes eftir P. Asclierson og P. Graebner.
Ég liefi ekki borið Flóru Islands að ráði saman við þessar bæk-
ur, en þó mun fullvíst að Stefán mun verulega hafa stuðzt við
greiningarlykla Raunkiærs það sem þeir náðu. En í stuttu
máli sagt eru greiningarlyklar og plöntulýsingar Stefáns skýr-
ar, greinargóðar og réttar. Hefi ég ekki handleikið aðrar flór-
ur líkrar stærðar, sem jafnbetur takist að bregða upp þeirri
mynd af plöntunni, sem nægir til að nafngreina hana, enda
þótt hægt sé að benda á nokkur atriði, sem betur hefðu mátt
fara. En slíkt er svo fátt, að vér megum fagna því að hafa eign-