Flóra: tímarit um íslenzka grasafræði - 01.01.1963, Blaðsíða 60
og var að ýmsu a£ vanefnum ger. Páll Briem fékk því til leið-
ar komið, að amtið tók að sér að reka skólann og á lionum
skyldi gerð gagnger breyting. Þarf naumast að efa, að Stefán,
sem þá sat í amtsráði, hafi verið þar í ráðum með amtmanni.
Sigurður Sigurðsson fór enn utan að ráði amtmanns, og lauk
prófi við Landbúnaðarháskólann í Danmörku, og var honum
síðan falin skólastjórn á hinum nýja bændaskóla á Hólurn.
Árið 1903, á fyrsta skólastjórnarári sínu, fékk Sigurður þá
hugmynd að stofna til almenns félagsskapar um ræktunarmál
í Norðlendingafjórðungi. Ræddi hann það mál við þá vini
sína Stefán og Pál Briem, og fyrir forgöngu Jressara þriggja
tnanna var Ræktunarfélag Norðurlands stofnað í júní 1903.
Skipuðu þeir fyrstu stjórn Jress, og var Páll formaður. Við
brottför hans ári síðar var Stefán kosinn formaður félagsins,
og var hann Jrað síðan til dauðadags. Tilgangur Ræktunarfé-
lags Norðurlands var markaður í upphafi sá, að gera tilraunir
til jarðræktar á Norðurlandi og útbreiða meðal almennings
Jrekkingu á öllu Jrví, sem að jarðrækt lýtur og að gagni rnætti
koma. Er ljóst að stefnan er mótuð af lífsviðhorfum Stefáns
vísindamannsins og fræðarans, þótt vitanlega hafi þeir félag-
ar allir staðið að samningu stefnuskrárinnar.
Frá því er Stefán fór fyrst að gefa sig að landbúnaðarmál-
um, var honum það kappsmál að skapa fast skipulag í bún-
aðarfélagsskapnum. Ræktunarfélagið var áfangi á Jreirri braut.
En honum var og fullljóst, að skipulagi Jress þyrfti að breyta,
ef Jrað ætti að ná tilgangi sínum til fullnustu. Á aðalfundi fé-
lagsins 1910 bar hann frant og fékk samjrykkta gagngera breyt-
ingu á skipulagi Jress. Merkasta ákvæðið var, að í stað þess að
félagið hafði verið samtök einstaklinga, var Jrað nú gert að
sambandi hreppabúnaðarfélaganna um allt Norðurland. Jafn-
framt var ákveðið, að félagið réði búfróða menn til að fara
um félagssvæðið, einn í liverri sýslu, skyldu Jreir mæla jarða-
bætur, semja um þær skýrslur, leiðbeina bændum í jarðrækt-
armálum og hafa eftirlit með tilraunareitum, sem upp liöfðu
verið settir að tilhlutan félagsins. Er þar lagður grundvöllur
þess skipulags, sem síðar var tekinn upp í búnaðarfélagsskapn-
um um allt land, svo og starfsemi ráðunauta. Af greinum Stef-