Flóra: tímarit um íslenzka grasafræði - 01.01.1963, Blaðsíða 24
18
tíð, þótt einhverjar greinir kunni að hafa orðið þeirra á milli
síðar. Samstarf þeirra var með ágætum og báðum til sæmdar.
En hvernig leist hinum unga kennara á blikuna í hinum
hálftóma skóla. Að vísu sækir að honum óyndi öðru hverju
fyrstu mánuðina, hann saknar unnustu sinnar og félaganna
frá Höfn, en á hinn bóginn fyllir hann líf sitt starfi og finnur
ný og ný áhugamál, svo að í raun réttri verður honum vistin
létt. Honum fellur vel við Hjaltalín skólastjóra, og tekur svari
hans bæði leynt og ljóst. Þeir ræða um skólanrál, stofnun kenn-
arafélags, og fer vel á með þeim. Til þess að hleypa lífi í
kennsluna, leggur Stefán kennslubækurnar til hliðar, en þær
voru á dönsku og fremur óaðgengilegar, en semur í þess stað
fyrirlestra og flytur nemendum. Hann les fræði sín og rifjar
upp og bætir nýju við, og hvert færi, sem gefst, notar hann til
að fylgjast með gróðurlífi vetrarins. Inn fyrir veggi skólans er
kominn nýr kraftur, nýtt fjör, sem þar var áður óþekkt. Við
lokaprófið um vorið lætur síra Matthías í ljós undrun sína
yfir frammistöðu pilta hjá Stefáni og liælir kennslu lians á
hvert reipi. Þá hefur Stefán ekki legið á liði sínu um bréfa-
skriftir, og þar sem þess hefur verið kostur, hefur hann agi-
terað fyrir skólanum. Og árangurinn leynir sér ekki næsta
haust. Þá koma 9 nýsveinar að Möðruvöllum. Og þá um vet-
urinn skrifar Stefán dr. Valtý, vini sínum, J:>essi orð, sem kalla
má að séu einkunnarorð hans alla tíð síðan: „Skólinn skal
upp.“
En Stefán lét sér ekki nægja starfið innan veggja skólans.
Utan frá dundu árásirnar á skólann, og nú gekk hann fram
fyrir skjöldu honum til varnar og sóknar. Voru málin rædd
þar af meiri fimi en áður, og mátti hverjum ljóst vera, að nýr
maður var kominn, sem ekki léti sitt eftir liggja til að liefja
skólann til vegs og virðingar. Hinn fyrsta vetur sinn á Möðru-
völlum skrifaði hann tvær greinar í Norðurljósið, og snerust
|Dær einkum um Hléskógaskólann, en mjög var til Jress skóla
vitnað, í samanburði við Möðruvelli. Sýndi hann fram á af
live miklum vanefnum Hléskógaskólinn var gerður, og hví-
lík fásinna væri að kosta slíkan skóla, þar sem Möðruvallaskóli
liefði verið fyrir. Hann lýsir þeirri stefnu sinni, að skólar eigi