Flóra: tímarit um íslenzka grasafræði - 01.01.1963, Blaðsíða 127
121
drjúgan þátt í að lleyta félaginu yfir verstu örðugleikana, þeg-
ar margir þátttakendanna voru að missa kjarkinn og sparaði
hann livorki til þess fé né fyrirhöfn.
Eftir því sem Hulda Stefánsdóttir hefur tjáð mér átti Stefán
frumkvæðið að stofnun Lystigarðs Akureyrar. Stóð hann nreð-
al annars að samkomu, sem haldin var í fjáröflunarskyni 1910.
Síðar tóku konur forystu í því nráli senr kunnugt er, en hann
studdi lélagið ætíð með ráðum og dáð meðan hans naut við.
Mun óliætt að fullyrða, að þau hafi ekki verið mörg framfara-
og menningarmál á Akureyri um þessar mundir, sem Stefán
rétti ekki hjálparhönd á einhvern hátt.
Þegar Stefán tók við skólastjórn fluttust þau hjón í íbúð
skólameistara í húsi Gagnfræðaskólans. Varð heimili þeirra
þar sem áður á Möðruvöllum gestrisið menningarheimili, þar
sem margir komu og öllum var vel fagnað. Var löngum til
þess jalnað hversu híbýlaprúð þau hjón bæði voru. Við skól-
ann hóf Stefán að rækta skrúðgarð þann, sem enn er þar. Á
móunum fyrir ofan skólahúsið tók hann allstórt land á erfða-
festu og breytti því í tún á fáum árum. Er það meginhlutinn
af núverandi landeign Menntaskólans. Hafði Stefán kýr og
hesta alltaf eftir að hann hætti búskap á Möðruvöllum, nenta
síðustu árin.
Eins og nærri má geta um jafnumsvifamikinn mann og
Stefán eignaðist hann andstæðinga. Var oft hart að honum
vegið bæði í stjórnmálum og bæjarmálum. Var hann þó óáleit-
inn að fyrra bragði og kaus jafnan að reyna að sameina sund-
urleit öfl, ef þess var nokkur kostur. Hins vegar Jroldi liann
ekki vel mótmæli, einkum á síðari árum, er heilsa lians tók að
bila. Og ætíð mun honum hafa fallið þungt að eiga í deilum,
þótt hann kynni að stilla sig. Hann var að eðlisfari viðkvæm-
ur og um leið sáttfús, en slíkum mönnum er ætíð sárt að mæta
illvígum árásum. En árin liðu og öldurnar lægði, og störf Iians
við skólann sköpuðu almennar vinsældir og virðingu. Kom
það vel í ljós í samsæti því, er Akureyringar héldu þeim hjón-
um 1913 í tilefni af silfurbrúðkaupi þeirra, fimmtugsafmæli
Stefáns og 25 ára kennaraafmæli. Þar fluttu Jreir honum kvæði
Guðmundur Friðjónsson, Páll J. Árdal og síra Matthías. En