Flóra: tímarit um íslenzka grasafræði - 01.01.1963, Blaðsíða 53
47
menningu, hjarta og handa. Og skólinn gaf einnig færi á því,
að áhrifa hans gætti langt út fyrir veggi skólahússins. Þjóð-
in öll á honum mikla þakkarskuld að gjalda, og hlýtur að
minnast Stefáns Stefánssonar, sem eins fremsta skólamanns og
menningarvaka, er hún hefur alið.
III. KAFLI
BÚNAÐARFRÖMUÐURINN
Bóndinn á Möðruvöllum.
Þegar Stefán Stefánsson kom að Möðruvöllum í Hcörgárdal
haustið 1887 var hann heitbundinn. Konuefni hans Steinunn
Frímannsdóttir á Helgavatni í Vatnsdal sat þann vetur heima
hjá móður sinni, Jórunni Magnúsdóttur, en faðir hennar, Frí-
mann Ólafsson, hafði látizt, er hún var í bernsku. Síðustu ár
sín í skóla hafði Stefán, sem fyrr er getið, dvalizt langdvölum
á Helgavatni, og svo var einnig fyrstu sumurin eftir að hann
kom að Möðruvöllum. Hann liafði kynnzt mörgum Vatns-
dælunr og verið aufúsugestur livarvetna á höfðingjasetrum
Vatnsdalsins. Þau Steinunn og Stefán liéldu brúðkaup sitt að
Helgavatni 17. september 1888. Var frú Steinunn hin mesta
merkiskona, og átti hún drjúgan þátt í velgengni bónda síns.
Börn þeirra hjóna voru tvö, Valtýr ritstjóri og Hulda skóla-
stýra.
Nokkrum dögum eftir brúðkaup sitt héldu þau hjónin norð-
ur að Möðruvöllum, og þar leigðu þau hjá Jóni bryta fyrsta
hjúskaparveturinn. En ekki munu þau liafa hugsað sér að una
lengi í húsmennsku. Bæði voru þau alin upp í sveit og hneigð
fyrir sveitabúskap, og kunnu til alls, sem hann krafðist. Voru
og kennaralaunin eigi hærri en svo, að full nauðsyn var að afla
einhverra aukatekna. Báðum var þeim hjónum í blóð borin
risna og höfðingsskapur, og hafa Jrau séð að lítt yrði slíku við
komið hjá búlausu fólki. Vorið 1889 hóf Stefán Jrví búskap að