Flóra: tímarit um íslenzka grasafræði - 01.01.1963, Blaðsíða 37
31
skólafyrirkomulag liafa verið heppilegt á marga lund eins og
þá var háttað.
I síðustu skólaslitaræðu sinni vorið 1919 tekur hann málið
enn til meðferðar. Færir hann þar gild rök að því, liversu þekk-
ingu þjóðarinnar sé áfátt í raunvísindum, og hve knýjandi
nauðsyn hinu unga, fullvalda ríki sé á, að úr því verði bætt.
Kemst hann þar svo að orði meðal annars: „Fyrst verðum vér
að kalla til starfs alla þá þekkingu, er vér eigum völ á í land-
inu og að fá alla þá krafta, sem oss vantar, til þess að koma á
fót verklegum kennslustofnunum, er geti birgt oss af vel hæf-
um starfsmönnum á öllum sviðum, svo verk þau verði unnin
af viti og þekkingu, sem knýjandi nauðsynin heimtar að unn-
in séu tafarlaust. Undirbúning undir slíka stofnun eða stofn-
anir á skóli vor að veita ....
Fullvalda þjóðin, sem nú kallar sig konungsríki, þarf meðal
margs annars að byggja yfir höfuðin á sér, því enn á hún eigi
annað en lélega kotbæi, hrörleg garðshornabýli og þekkir
hvorki né kann að hagnýta sér byggingarel’ni landsins og því
síður að reisa sér vistleg hús. Þetta þurfum við fátæku karls-
synirnir að læra, áður en við fáum kóngsríkið, eða réttara sagt
hefðum þurft að læra, áður en við fengum kóngsríkið og kóngs-
dótturina. — Oss vantar fóður og brauð, kunnum ekki að fram-
leiða það úr jörðunni, vantar vinnukraft, verkfæri, áburð eða
næga jarðvegsgæðing, en vitum af óþrjótandi orku í ám og
lækjum, margvíslegum nothæfum verkfærum hjá nálægum
þjóðum, og vötn og loft hafa í sér fólgin næg gæðiefni, til þess
að breyta öllum láglendum vorum og grashlíðum í blómleg-
ustu lönd, er framfleytt gætu margfaldri fólkstölu við það
sem nú er. En þekkingarleysið blindar augu landslýðsins ....
Þorkell kennari Þorkelsson, er sérstaklega hefur stundað þær
fræðigreinar, er grundvalla alla verklega eða tekniska mennt-
un, var mér sammála um það, að nauðsynlegt væri að koma
upp fullkominni menntaskóladeild, er byggi menn undir slíka
verkfræðaskóla, og jafnvel þótt ekki væri farið lengra hér á
landi í bráð, en að opna mönnum með því aðgang að erlend-
um skólum .... En nú má ekki sitja við orðin tóm. Þingið
í sumar verður að taka málið í sína hönd og leiða það til