Flóra: tímarit um íslenzka grasafræði - 01.01.1963, Blaðsíða 152
1. mynd. Grein af íslenzliri blöðrujurt (Ulricularia minor) með greindum kafblöð-
um. (Myndiji er tekin af höf. eftir eintökum úr grasadeild Lystigarðs Akureyrar og
steekkuð ca. 4—5 sinnum.)
Snúum okkur nú að byggingu blöðrunnar. Hún er ofurlítið af-
löng og hliðflöt og er fest með stilk við kafblöðin. Veggur blöðrunn-
ar er úr tveim frumulögum, og hafa frumurnar ofurlítið af grænu-
kornum. Út úr ytra laginu skaga lítil og stutt hár, sem enda í litlu,
tvífruma, kúlulaga höfði. Inn úr innra laginu skaga líka hár inn í
blöðruna, en þau enda í fjórum örmum hvert. Hver armur er þar úr
einni frumu með afar þunnri yfirhúð. Við op blöðrunnar er veggur-
inn þykkari á vissu svæði, og myndast þar í hálfboga svokallaður þrösk-
uldur, sem lokan fellur upp að. Sá flötur þröskuldsins, sem lokan leggst
að, er ofurlítið kúptur, og alsettur stuttum, mjúkum kirtilfrumum,
sem mótast eftir lokunni, þannig, að hvergi verður smuga á milli. Þess-
ar kirtlafrumur eru ofurlítið misstórar, og myndast af þeim ofurlítið
gróp í pröskuldinn, sem lokan stöðvast við. Innan á preskildinum
eru armhár, lík og á innvegg blöðrunnar, nema þau liafa aðeins tvo
arma.
Lokan sjálf er mjög flókin að byggingu, og er of langt mál að lýsa
146 Flóra - tímarit um íslenzka grasafræði