Flóra: tímarit um íslenzka grasafræði - 01.01.1963, Blaðsíða 77
71
Af einstökum landbúnaðarfrumvörpum, sem hann kom
mjög við má nefna: sölu þjóðjarða, ræktunarsjóð, útrýmingu
fjárkláða, sandgræðslu og skipulag félagsmála landbúnaðar-
ins. I umræðunum um sölu þjóðjarða, sem hann fylgdi fast
og taldi vera lyftistöng landbúnaðarins kemst hann svo að
orði: „Eg tel ræktun landsins meira virði en allar aðrar fram-
farir og miklu tryggilegri. Með ræktun landsins má koma
hverjum eyri, sem til hennar er varið á liáa rentu og svo að
hann beri þúsundfaldan ávöxt. Það, sem lagt er í landbúnað-
inn, er miklu fastari og tryggari höfuðstóll en það, sem lagt
er til annarra atvinnuvega.“#
Þótt Stefán væri áhugamaður um skógrækt, barðist hann
samt gegn stofnun embættis skógræktarstjóra. Mér skilst þó,
að sú andstaða hafi einkum mótazt af tvennu: Ráðið var að
skógræktarstjóri yrði danskur maður. Stefán vildi fá til þess
Islending, og færir gild rök að því, liversu heppilegra það
væri, bæði vegna þess, að íslendingur væri kunnugur öllum
landsháttum, og menn fengju meira traust á málinu, ef það
væri í íslenzkum höndum, ennfrentur lýsir hann sig mótfall-
inn öllum afskiptum Dana af íslenzkum atvinnumálum. Á
hinu leytinu hafði Stefán vantrú á þeim byrjunartilraunum,
sem hinir dönsku skógræktarmenn höfðu gert liér, og vildi
fara eins að í þeim málum, og Sigurður Sigurðsson hafði gert
í tilraunastöð Ræktunarfélags Norðurlands, sent hann lýsir
allýtarlega í þingræðu um málið. Verður ekki annað sagt en
liann hafi þar haft á réttu að standa, þótt í fljótu bragði líti
svo út, sent hann sé andvígur skógræktarmálinu, en fjarri fór
að svo væri, heldur voru það framkvæmdaratriðin, sem hann
beitti sér gegn.
En þótt Stefán væri ætíð málsvari bænda á þingi snerist
hann mjög öndverður gegn frumvarpi, sem Eggert Pálsson
flutti um sérstakan innflutningstoll á smjörlíki, osti og kart-
öflum, sem hann vitanlega hefur hugsað sér sem verndartoll
fyrir íslenzkar landbúnaðarafurðir, þótt ekki sé þess beint get-
ið. Stefán bendir á, að tolltekjur landssjóðs aukist sáralítið við
Alþingistíðindi 1905 B, 1266.