Flóra: tímarit um íslenzka grasafræði - 01.01.1963, Blaðsíða 148
HELGI HALLGRÍMSSON:
ÍSLENZKIR BRODDSVEPPIR
Broddsveppir eða Hydnales (Hydnaceae), nefnast svo, af því að
neðan á hatti þeirra eru broddar eða gaddar, sem gróin myndast á.
Fljótt á litið líkjast þeir venjulegum blaðsvepp, en sé gáð undir hatt-
inn leynast broddarnir ekki. Broddsveppirnir heyra, eins og blað-
sveppir, pípusveppir, sáldsveppir (borusveppir) o. fl. undir hina miklu
deild eða fylkingu basíðusveppanna.
Til skamms tíma var ekki vitað um neinar tegundir hinna eigin-
legu broddsveppa (Hydnum) hér á landi. tJndanfarin þrjú ár hafa þó
komið í leitirnar tvær tegundir þeirra og verður nánar skýrt frá þeim
hér.
1. Hydnum repandum L. ex Fr.
Hatturinn 5—7 sm í þvermál, oft óreglulega lagaður, flatur eða
öldóttur, gulur að lit. Gaddarnir einnig gulir, venjulega dekkri en
hatturinn, brothættir, um hálfur sm á lengd. Stafurinn gulleitur, 3—7
sm á hæð, mjókkar oftast niður.
Sveppur þessi hefur fundizt í flestum skógarleifum í Eyjafirði,
Fnjóskadal og Aðaldal, en hvergi utan þess svæðis. (Sjá kort.) Á öll-
um stöðunum óx hann í þurrum grasbrekkum eða gilþrömum, í
skjóli skógarins og móti sól, en livergi í hinum eiginlega skógi, nerna
þá í rjóðrum. Allir fundirnir eru frá sumrinu 1961, í ágúst. Sumarið
1962 leitaði ég hans á nokkrum þessara sömu staða og fannst hann þá
hvergi. Bendir þetta til þess, að sveppurinn vaxi aðeins við sérstök
veðurskilyrði, og skýrir ef til vill þá staðreynd, að hans er ekki getið
í ritum liéðan.
Hydnum repandum er algeng tegund víða um Evrópu. Er hann þar
mjög breytilegur og greindur í nokkur afbrigði. Þeir sveppir, sem her
hafa fundist eru Iiins vegar mjög svipaðir að gerð', og virðast allir lieyra
undir aðaltegundina, var. repandum. Sveppurinn er talinn algengur
142 Flóra - tímarit um íslenzka grasafræði