Flóra: tímarit um íslenzka grasafræði - 01.01.1963, Blaðsíða 45
39
kæmi, var hann sjúkur, og steig ekki aftur í fæturna. Þá var
sem ský drægi fyrir sólu í skólanum.
En eins og fyrr var getið, vann Stefán ekki hug nemend-
anna með kennslunni einni saman. Frá fyrstu tíð var hann
einnig félagi Jreirra, leikbróðir og ráðunautur. Á Möðruvöll-
um tók hann Joátt í skemmtunum skólasveina og leiðbeindi
þeirn um þær í hvívetna. Hann sat á málfundum þeirra og
tók Jrar til máls, livenær sem hann hafði tóm til, og sagt er að
stundum sóttu þeir hann til að vera með á málfundum, ef
hann hafði ekki komið í fundarbyrjun, svo mikils þótti þeim
vert um þátttöku hans. Vafalítið hefur hann Jrannig átt mik-
inn Jrátt í, að margir Möðruvellingar urðu síðar skæðir funda-
menn bæði í sókn og vörn. Hann leiðbeindi Jreim við leiksýn-
ingar, og lagaði leikrit til sýninga fyrir Joá. Upplesari var hann
svo snjall, að fáir léku honum Jrá list eftir. Skemmti hann
bæði skólapiltum og öðrum oftsinnis með þeirri list sinni, og
munu ýmsir þeirra hafa reynt að ná færni í þeirri giæin. Ég
get ekki stillt mig um að geta hér smáatviks, er gerðist í Grund-
arkirkju sumarið 1920. Þar var Jrá haldin samkoma, en sakir
rigningar fóru ræðuhöld og fleiri skennntiatriði fram í kirkj-
unni. Þess var farið á leit, að ekki yrði klappað fyrir þeim, er
fram komu með ræður, söng eða annað. Stefán las þar upp
kvæðið Gunnarshólma, en um leið og hann lauk lestri sínum
dundi við lófaklappið um alla kirkjuna. Fólkið gat ekki stillt
sig um að láta Jrakkir sínar í ljós, svo mjög orkaði flutningur
kvæðisins á það. Eitthvað líkt þessu munu nemendur hafa
fundið í kennslustundum Stefáns.
Vitanlega tók Stefán ekki eins mikinn þátt í daglegu lífi
pilta utan kennslustunda eftir að aldur færðist yfir og eftir
að hann gerðist skólameistari. En málfundi sótti hann til hins
síðasta, og gerði Jrar sínar athugasemdir leiðbeinandi og ljúf-
mannlega. í bókasafni skólans annaðist liann útlán á hverj-
unr sunnudegi, unz liann lagðist banaleguna. Þar var liann
ójrreytandi að beina lestrarhneigð nemenda að góðum bókum
og menntandi, og lét Jrá oft fjúka gamanyrði um höfunda og
bækur, sem honum þótti lítið til koma.
En þótt mörgum viðurkenningar- og hrifningarorðum hafi