Flóra: tímarit um íslenzka grasafræði - 01.01.1963, Blaðsíða 120
114
legt nátLurufræðifélag. Fékk hann góðar undirtektir. Samdi
hann skjal til undirskrifta 24. apríl, og boðaði síðan til fund-
ar. Var hann haldinn 7. maí, og mættu þar milli 30 og 40
manns. Björn Bjarnarson stýrði fundi en Stefán var frummæl-
andi. Félagsstofnunin var samþykkt og kosin 5 manna stjórn
og skyldi hún semja lög fyrir félagið. „Ég er mjög glaður,“
segir Stefán í dagbók sinni 7. maí, þegar hann hefur skýrt frá
þessum atburðum.
Stefán gerði síðan uppkast að lögum handa félaginu, og var
það samþykkt með litlum breytingum, bæði af stjórninni og
síðan á félagsfundi. Móritz Halldórsson-Friðriksson varð for-
maður félagsins en Stefán gjaldkeri. En ekki leið á löngu áð-
ur en frumherjarnir, Björn og Stefán færu til íslands, Björn
fór 1. júlí en Stefán 1. september sama árið. Fara litlar sögur
af Hafnarfélaginu eftir það, og að lokum runnu eignir þess til
Náttúrugripasafnsins í Reykjavík.
Síðustu mánuðina, sem Stefán dvaldist í Höfn gekk hann á
námsskeið til þess að læra meðferð náttúrugripa, uppsetningu
dýra og geymsluaðferðir. Er ekki ósennilegt, að liann liafi ráð-
izt í það með tilliti til þess að geta safnað náttúrugripum handa
væntanlegu safni, auk þess sem jretta kom honum vel við skóla-
starfið.
En þótt Stefán flyttist norður að Möðruvöllum, fór því
fjarri, að hann gleymdi Náttúrufræðifélaginu. Áður en liann
færi heim, hafði liann skrifað ýmsum Reykvíkingum, þar á
meðal Þorvaldi Thoroddsen, um að stofna náttúrufræðifélag
í Reykjavík. Höfðu þeir tekið því vel. Þessum bréfaskiptum
hélt hann áfram frá Möðruvöllum. Fær hann stöðugt góð sv'ir
en ekkert verður úr framkvæmdum. Er hann einkum von-
svikinn yfir J>ví, liversu áhugalaus Thoroddsen reynist. „Skrít-
inn er Thoroddsen. Látast vera interesseraður, og skrifar mér,
að hann ætli alltaf að gera eitthvað, en svíkst um al.lt,“ sl rifar
Stefán í dagbók sína 18. marz 1888.
Leið nú svo fram til sumarsins 1889. Þá var í júlíbyrjun
haldinn fundur í hinu nýstofnaða kennarafélagi, eins og áð-
ur hefur verið getið. Á þeim fundi sýndi Stefán nokkra af
náttúrugripum Jieim, sem hann hafði keypt í Kaupmanna-