Flóra: tímarit um íslenzka grasafræði - 01.01.1963, Blaðsíða 147
gala merkir í grísku mjólk. Eí' til vill er og íslenzka nafnið gellir, sem
Eggert getur um, af sömu rótum runnið, en það var notað um ýmiss
konar mjólkurhlaup. (Sbr. Orðabók Sigf. Bl.) Vafalaust liafa menn
þekkt þennan eiginleika jurtarinnar í fornöld, en sú þekking hefur
auðvitað týnzt niður með nafninu.
Nú er mál til kornið að taka það fram, að það sem hér hefur verið
sagt á aðeins við eina tegund möðru, hina gulblómguðu eðá gulmöðr-
una, sem á fræðimáli nefnist Galium verum L. (verus, lat. sannur), en
sennilegt er að möðrunafnið liafi raunar eingöngu verið notað um þá
tegund. Hér fór því sem oftar, að tegundarnafn var gert að kynsnafni,
er farið var að skrifa fræðilega um þessar jurtir.
Hin sanna maðra, gulmaðran, er algeng víðast hvar um landið.
Mest vex af henni í þurrlendum innsveitum, þar sem jarðvegur er
sendinn eða grýttur. Vex hún á túnum, í móum og jafnvel í grjót-
skriðum. Hún vex nær eingöngu á láglendi og hittist varla ofan 350
m hæðar. Við Eyjafjörð innanverðan og í Eyjafjarðardal er Gulmaðr-
an mjög algeng og litar víða stór svæði gullgul tilsýndar og fyllir loft-
ið sinni römmu angan. Það var því ekki að tilefnislausu að bæir voru
skírðir eftir henni.
Gulmaðran er sannkallað náttúrugras, enda hefur hún fleiri nátt-
úrur en hleypnina. I gömlum fræðum er hún talin lækningaplanta í
fremstu röð. Hún hefur barkandi og samandragandi áhrif og mun það
byggjast á sama efninu og Iileypnin. Hún er því góð við hvers kyns
slappleika í vöðvunr og innýflum. Gera má af jurtinni seyði eða te,
en einnig er getið um notkun Irennar í snryrsii. Er hún þá soðin í
snrjöri á svipaðan lrátt og vallhumalssmyrsli. „Smyrslin eru góð til að
bera á veika, sern eynrast af að liggja,“ segir Alexander Bjarnason.
En jurtinni voru einnig tilskrifaðar illar náttúrur; þannig getur
Sveinn Pálsson þess, að’ hún geti valdið veiki í lrestum, svokallaðri
heyámu eða töðuámu. (Sv. P. Ferðabók, bls. 590.)
Nú skal ekki rekja þessa sögu lengur, þótt af nógu sé að taka, en
þess er vænzt, að þeir senr lesa þetta greinarkorn, geri sér það ómak
að staldra við næst þegar þeir rekast á gulmöðru.
HF.LZTU HEIMILDIR.
terðal)ók Eggerts Ólafssonar, í ísl. þýðingu eftir Steindór Slcindórsson, Rvík, 1943.
J erðabók Sveins Pálssonar, Rvík 1945. (Þýdd af Pálma Hannessyni, Jóni Eyþórssyni og
Steindóri Steindórssyni.)
órðaljók Sigfúsar Blöndals, Rvík 1920—22, ljóspr. 1952.
Jbykkurtir eftir Alexander Bjarnason, Akureyri 1860.
l lóra lslands eftir Stefán Stefánsson, Akureyri 1948.
TÍMARIT UM ÍSLENZKA GRASAFRÆÐI - FlÓra 141