Flóra: tímarit um íslenzka grasafræði - 01.01.1963, Blaðsíða 47
41
glögg skil, og er þó um tvennt ólíkt að ræða. Ágætir kennar-
ar liafa oft reynzt lélegir skólastjórar og öfugt. Eit Stefáni voru
gefnir stjórnarhæfileikar í jafnríkum mæli og kennslusnilldin.
Stefán tók við skólastjórn á Akureyri 1908. Hafði Hjaltalín
beitt til þess öllum sínum kröftum, að svo mætti verða. Hall-
dór Briem var eldri kennari, og mun nokkurt umtal hafa orð-
ið um að hann yrði gerður skólameistari, samkvæmt gamalli
veitingavenju. En Stefán sigraði. Ekki gat hann kallast við-
vaningur í þeim efnum. Hann hafði þá kennt í tvo tugi ára,
og farið með skólastjórn í forföllum Hjaltalíns hvað eftir ann-
að. Hafði hann þá oftar en einu sinni sýnt, að honum var lag-
ið að leysa vandamál, er upp kontu í sambúð nemenda og
skóla. Og eins og fyrr er sagt, hafði hann átt manna drýgstan
þátt í viðgangi skólans og vexti. Engum, sent til þekkti, mun
því liafa komið annað til hugar en Stefán tæki við skólastjórn.
En margt var nú breytt frá Möðruvöllum. Skólinn var nær
þrefalt fjölmennari en verið liafði þar, er flest var. Síðustu ár
Hjaltalíns hafði los komið á ýmsa reglu innan skólans. Hann
var nú kominn í vaxandi bæ, og hlaut það að skapa skólameist-
ara ýmsa erfiðleika, sem óþekktir voru á Möðruvöllum. Eink-
um mun gæzla heimavista, sent Stefán liafði manna mest bar-
izt fyrir, og skólinn átti honum að þakka, reynzt örðugri á
marga lund í kaupstað en sveit. Þótt Stefán væri enn á bezta
skeiði, hafði hann er hér var komið um allmörg ár kennt al-
varlegs heilsubrests, svo að hvað eftir annað hafði verið full
tvísýna á lífi hans. Hefur það án efa verið farið að draga úr
starfsorku hans. Þá sat hann enn á Alþingi, og þar sem þing-
tíminn var nú á vetrum, hlaut liann að vera fjarvistum lang-
tímum samau fyrstu skólastjórnarár sín. Ekki er heldur ósenni-
legt að pólitísk afstaða lians kunni að hafa orkað nokkuð á
nemendur, jafnhátt og ófriðaröldurnar risu um og eftir 1908.
En ekkert af þessu virðist hafa komið að sök. Skólastjórn Stef-
áns <>ekk árekstra- osj snurðulaust við vaxandi orðstír lians
sjálfs og skólans. Mun jafnvel liafa komið til tals, að hann yrði
fenginn til að verða rektor Menntaskólans, þegar Steingrímur
Thorsteinsson féll frá 1912.
Hús Akureyrarskóla var reist af miklum myndarbrag. Ýms-