Flóra: tímarit um íslenzka grasafræði - 01.01.1963, Blaðsíða 124
118
hugasemdir. Eru dómar hans hófsamir og af kunnáttu gerðir.
Eftir að leiðir skildu með Stefáni og fyrri samherjum í sjálf-
stæðismálinu 1908 dregur mjög úr blaðaskrifum hans. Þó
greip hann pennann hverju sinni, sem honum þótti mikils
við þurfa um að mæla með einhverju áhugamáli sínu, en eink-
um snerti það þó skólamálin eins og fyrr er rakið. Þegar stofn-
un Eimskipafélags íslands kom á dagskrá 1913 skrifaði Stefán
skörulegan greinaflokk í Norðurland um málið. Mælti hann
þar fastlega með félagsstofnuninni og eggjaði menn lögeggj-
an að ganga nú vel og drengilega fram. Höfðu greinar þessar
mikil áhrif hér nyrðra. Síðustu ár sín skrifaði hann nokkrar
greinar um fóðurbirgðamálið og heyásetning, en honum lá
mjög á hjarta að þar yrði breyting til bóta.
Stíllinn á blaðagreinum Stefáns er léttur og lifandi. Að öll-
um jafnaði eru greinar hans meira hvatningargreinar, en taln-
ing á staðreyndum, þótt hvort tveggja sé í öðrum þeirra eins
og t. d. öllum greinum lians um skólamálin. En þessi létti
hvatningarstíll mun það vera, sem Brynleifur Tobiasson vík-
ur að í grein sinni um Stefán, að margir liafi fundið honum
til foráttu, að hann væri haldinn af þeim kvilla, sem Stein-
grímur Thorsteinsson kallar „idealska svimann“.# Mun þetta
rétt athugað hjá Brynleifi. Stefán er í ritum sínum sem ræð-
um jafnan stórhuga og bjartsýnn um allar fyrirætlanir. Úr-
tölur eða kvartanir finnast ekki. Hann er umfram allt jákvæð-
ur í öllurn málaflutningi. Þær munu ekki vera margar blaða-
greinar hans, sem skrifaðar eru til þess að draga úr fram-
kvæmdum eða til að mótmæla einhverju eingöngu, heldur
vísa allar fram á leið. Það var engin hending hve miklar mæt-
ur hann hafði á kvæði Indriða á Fjalli: „Áfram, lengra, ofar,
hærra.“ í þeini orðum er mótuð stjórnmálastefna og lífsvið-
horf lians sjálfs, og kemur það fram jafnt í skólaræðum hans,
blaðagreinum og afskiptum af opinberum málum, bæði á al-
þingi og í liéraði. Ég efast um, að hann hafi valið önnur kvæði
oftar til morgunsöngs í Gagnfræðaskólanum en þetta kvæði
* Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands 1922, bls. 12.