Flóra: tímarit um íslenzka grasafræði - 01.01.1963, Blaðsíða 41
35
flest svið hins daglega lífs, sem hann hrærist og starfaði í af
lífi og sál. Þótt afskipti hans af opinberum málum í héraði
og á Alþingi hafi dreift kröftum hans og dregið úr afköstum
hans við ritstörf og vísindaiðkanir, er það jafnvíst, að þau hafa
gert kennslu hans frjórri og fullkomnari. Hann gat enn bet-
ur en ella talað eins og sá, sem valdið hefur, vegna þess að
hann hrærðist og starfaði í dagsins önn utan kennslustofunn-
ar. En bezt verður kennslu hans lýst með nokkrum vitnis-
burðum nemanda lians.
Síra Friðrik Friðriksson segir skemmtilega frá því, er hann
sem unglingur dvelst sumarlangt á Heiði og gengur að hey-
vinnu með Stefáni, sem hafði lokið 4. bekkjar prófi. Það er
ekki einungis, að hann skapi áhuga hjá Friðriki í grasafræði,
sem hann ræðir oft um ásamt öðrum undrum náttúrunnar,
heldur kennir hann einnig frænda sínum málfræði, þegar þeir,
þreyttir af erfiði dagsins, eru á heimleið af engjurn, og það
með Jneim ágætum, að „málið varð fyrir mér sem stórfelld höll
með stórum sölum og minni herbergjum".* Hafa þar vissu-
lega farið saman listakennari og frábær lærisveinn. En svo má
heita, að við sama tón kveði hjá öðrum þeim, lærisveinum
hans frá Möðruvöllum og Akureyri, sem getið hafa kennslu
hans eða skólavistar sinnar. Hann var „svo lifandi og skemmti-
legur, að hann vann Jregar hugi allra nemenda sinna, sífellt
fræðandi og liafði nóg að spjalla um“ segir Kristján H. Benja-
mínsson, „veit ég engan, sem honum hafi tekið fram“ eru um-
mæli Lárusar Bjarnasonar. „Kennsluefnið varð í meðferð hans
ljúft og lifandi, það var eins og lofsyngjandi óður lífsins óm-
aði gegnum kennslu hans,“ segir Jón Björnsson.** Páll Bergs-
son kemst svo að orði: „Til hverrar kennslustundar Stefáns
var hugsað með eftirvænting og tilhlökkun .... Sjálfur var
hann fyrirmynd í glæsimennsku og prúðmennsku. En hann
var ekki aðeins kennari okkar meðan við vonnn í skólanum.
Alla sína ævi lét Iiann sér annt um hag okkar, hegðun og af-
köst .... Ég er í engum vafa um, að vakning sú og þekking,
* Undirbúningsárin, bls. 23.
** Allar tilvitnanirnar eru tir Minningum frá Möðruvöllum.
3*