Sveitarstjórnarmál - 01.04.1987, Síða 33
FJARMAL
haföur óbreyttur. Gert er ráö fyrir,
aö bætur þessar hækki eftir sömu
reglu og persónuafsláttur, þ.e.
eftir hækkun lánskjaravísitölu.
í stað vaxtafrádráttar húsbyggj-
enda er gert ráö fyrir húsnæöis-
bótum, 55.000 krónum á ári í sex
ár, til þeirra, sem byggja eöa
kaupa húsnæöi í fyrsta sinn, og
veröa þær útborganlegar, séu þær
hærri en álagður skattur viðkom-
andi.
Tekjumissir ríkissjóðs vegna
núgildandi ákvæöa um vaxtafrá-
drátt var við álagningu á árinu
1986 um 530 milljónir króna, og er
bótafjárhæö frumvarpsins miöuö
viö að kosta ríkissjóð u.þ.b. sömu
fjárhæð.
í frumvarpinu er miöað viö, aö
húsnæðisbætur veröi greiddar í 6
ár vegna fyrstu íbúðar. Ætlað er,
aö þegar fram í sækir, verði sam-
tímis greiddar bætur vegna um
10200 íbúða.
Þótt hér sé gert ráö fyrir sama fé
og áður í þennan þátt, er Ijóst, aö
meö hinu nýja fyrirkomulagi
verður dreifing fjárins jafnari en
áöur. Nú njóta þeir mest í vaxta-
frádrætti, sem greiðastan aðgang
hafa að lánum. Dreifing frádráttar-
ins sýnir, aö hann vex meö hækk-
andi tekjum. Samkvæmt frum-
varpinu munu allir, sem byggja í
fyrsta sinn, njóta afsláttarins aö
jöfnu. Mun hann á þeim sex árum,
sem hann er við lýði, svara til 65-
70% af vöxtum af hámarksláni
Húsnæðisstofnunar.
í staö sjómannafrádráttar og
fiskimannafrádráttar gerir frum-
varpiö ráð fyrir sérstökum afslætti
frá skatti, sjómannaafslætti, er
nemur 150 krónum á skráningar-
dag. Fjárhæö sjómannaafsláttar er
miðuð við aö hafa svipuð áhrif hjá
sjómönnum og núverandi frá-
dráttarreglur hafa hjá sjómanni
meö meðaltekjur.
í þessum lögum eru sóknar-
gjöld og kirkjugarðsgjöld ekki
ákveðin, en hins vegar miöaö viö,
að þau veröi ákveðin þannig, aö
tekjur af þeim veröi hinar sömu og
þær voru á árinu 1986. Verði ekki
svo, þarf aö endurskoða skatthlut-
fallið með tilliti til þess.
Áhrífin á tekjuöflun
ríkissjóds
Ég hef nú gert grein fyrir þeim
meginbreytingum, sem frumvarp
um tekjuskatt felur í sér, en þeim
og forsendum þeirra er nánar lýst í
greinargerð meö því. Ég vil í fram-
haldi af því gera nokkra grein fyrir
helztu áhrifum, sem vænta má, aö
þaö hafi á tekjuöflun ríkissjóðs
annars vegar og skattgreiöslur
einstaklinga hins vegar, ef þaö
verðurað lögum.
Reiknistofnun Háskóla íslands
var fengin til þess aö gera saman-
burð á mismunandi álagningu á
grundvelli úrtaks úr framtölum
fyrir áriö 1985 og meta áhrif breyt-
inga álagningarkerfisins á tekjur
ríkissjóös.
Til samanburöar var álagning
áætluð eins og hún hefði orðið í
staögreiðslu á árinu 1986. Til þess
voru tekjur ársins 1985 hækkaðar
um 33,5%, sem er áætluð meðal-
hækkun tekna á mann á milli ár-
anna 1985 og 1986, og búinn til
nýr skattstofn, eins og honum er
lýst í frumvarpinu. Að því loknu var
álagning reiknuð eftir tillögum
frumvarpsins.
Útreikningar þessir sýna, að við
þessa breytingu má gera ráð fyrir,
að tekjur ríkissjóðs lækki um nærri
300 milljónir króna til viðbótar við
þá lækkun, sem ákveðin var á síð-
asfa ári.
Frumvarp þetta felur í sér veru-
lega hækkun skattleysismarka. Að
sjálfsögðu þýðir það, að ríkissjóð-
ur verður af tekjum, sem nemur
þeim skatti, sem greiddur var af
tekjum neðan þeirra, auk þess
sem skattar af tekjum, sem komu
til skattlagningar og voru ofan
skattleysismarkanna, lækka nokk-
uð. í þessum þáttum felst sú
lækkun, sem kemur fram á tekjum
ríkissjóðs.
Á móti þessari lækkun kemur
nokkur hækkun af breikkuðum
skattstofni. Sú hækkun mun, að
því er ætlað er, fyrst og fremst
stafa af því, að skattlagðar verða
tekjur, sem ekki hafa verið skatt-
lagðar í núverandi kerfi. Ennfrem-
ur standa vonir til, að með breytt-
um ákvæðum í 59. grein laganna
um viðmiðunartekjur, með stað-
greiðslukerfinu og bættum mögu-
leikum á eftirliti muni tekjur ein-
staklinga með rekstur skila sér
betur til skattlagningar en verið
hefur. Ekki hefur verið tekið tillit til
þess í framangreindum útreikn-
ingum.
Að því leyti sem frumvarpið
gerir ráð fyrir hækkun skatta, er
því ekki um að ræða hækkun hjá
þeim, sem þegar greiða af öllum
sínum tekjum, heldur því, að reynt
er að koma því til leiðar, að þeir,
sem hafa svipaðar tekjur, greiði
einnig sambærilega skatta.
Áhrífin á skattgreiöslur
einstaklinga
Áhrif breytinganna á skatta ein-
staklinga stafa af tvennu: Annars
vegar eru áhrif af breyttu álagn-
ingarkerfi og hins vegar áhrif af
breyttum skattstofni, þ.e. niður-
felling frádráttarliða o.fl. Áhrifin af
álagningarkerfinu einu saman eru
jafnframt heildaráhrifin fyrir þá,
sem ekki nutu eða munu njóta
ívilnana af einu eða öðru tagi í
formi sérstakra frádráttar- eða af-
sláttarliða.
Þessi áhrif hafa verið metin og
sýna í stórum dráttum, að áhrif
breytinganna fyrir þessa aðila eru
annars vegar hækkun skattleysis-
markanna eins og að var stefnt og
að ofan þeirra lækka skattar sem
nemur allt að 5-6% af tekjum næst
mörkunum, en minna ofar. Þessi
áhrif eru næsta jöfn hjá mismun-
andi hópum nema hjá einhleyp-
SVEITARSTJÓRNARMÁL 79