Sveitarstjórnarmál - 01.02.1988, Síða 11
KYNNING SVEITARFÉLAGA
ÍBÚAÞRÓUN í AUSTUR-BARÐASTRANDARSÝSLU FRÁ 1703
Mannfjölc
Ibúaþróun í Austur-Bardastrandarsýslu 1703 til 1986.
Mannfjöldaþróun í Austur-Barðastrandarsýslu frá 1941 til
1986.
Flateyjarhrepps, Bjarneyjar og Oddbjarnar-
sker. Þarna var matarkista þjóðarinnar um
aldir, enda er talið rétt, að mannfellir af hungri
hafi ætíð verið óþekktur á svæðinu. Menn úr
öðrum landshlutum notfærðu sér þetta og
leituðu sér bjargar vestra í harðindum, svo sem
sagnir og aðrar heimildir frá Móðuharðindunum
og af Eggerti Ólafssyni í Hergilsey votta. Þá var
raunar tekið að sverfa svo að Reyknesingum,
m.a. vegna förumanna, að þeir tóku að neyta
skelfisks og komust að þeirri niðurstöðu, að
hann væri engin harðindafæða. Mörg var matar-
holan.
Mcmnfjöldaþróun
Austur-Barðastrandarsýsla hefur ætíð verið
fámenn. Þar bjuggu 1016 menn árið 1703, um
1180 árið 1860, um 1200 árið 1901,712 árið 1950
og 385 árið 1986. Sá fyrirvari skal gerður um
þessar tölur, að mannfjöldi á árunum 1860 og
1901 er tilgreindur eftir kirkjusóknum, en þær
falla ekki að öllu leyti saman við hreppamörk.
Kleifar í Saurbæjarhreppi í Dalasýslu eru í
Garpsdalssókn. Hér var gert ráð fyrir því, að um
10 manns hefðu verið heimilisfastir á Kleifum á
þessum árum, en sú áætlun er að sjálfsögðu ekki
nákvæm.
Orsakir fólksfækkunar innan takmarka Reyk-
hólahrepps hins nýja eru margar. Margar jarðir
á svæðinu buðu upp á lífvænlega afkomu með
hinu eldra búskaparlagi. Nútíminn hefur á hinn
bóginn dæmt þær úr leik, enda eru
ræktunarmöguleikar víða mjög takmarkaðir eða
nær engir, og samgöngur hafa sitt að segja.
Hlutur sjósóknarinnar breyttist einnig með til-
komu vélknúinna skipa. Þilskipaútgerð hófst í
Flatey á öndverðri 19. öld, svo sem síðar verður
að vikið. Hún heppnaðist vel og skilaði miklum
hagnaði, sem bæði nýttist framkvæmdamönnum
og byggðarlagi. Þilskipaútgerð var rekin í Flatey
allt fram undir heimskreppuna miklu, en enginn
getur strítt í senn gegn jafnmikilli botnveltu og
heimskreppan var og tækninýjungum. Tekið
skal fram, að Flateyingar voru ekki andvígir
tækninýjungum, en þeim gafst ekki
aðlögunartími. Reynt var að bæta úr þessu eftir
heimsstyrjöldina síðari, m.a. með hafnar-
framkvæmdum, en sú aðstoð kom of seint og
tók of langan tíma.
Miðstöðvamar
Svæðið hefur átt sínar miðstöðvar og á enn.
Verzlunarstaður var tekinn upp í Flatey árið
1777, en áður höfðu íbúar Geiradals-,
Króksfjarðar- og Flateyjarhrepps þurft að sækja
verzlun til Stykkishólms og íbúar Gufudals- og
Múlahrepps til Bíldudals, enda þótti þeim
þægilegra að fara yfir Lækjarheiði til Bíldudals
en til Patreksfjarðar. Stofnun verzlunarstaðar í
Flatey var því íbúum Austur-Barðastrandarsýslu
til mikilla hagsbóta, enda var verzlunarstaður
þar stofnaður að ósk þeirra. íslenzkir kaup-
menn náðu fljótlega öllum tökum á Flat-
eyjarverzlun. Þar kveður mest að Guðmundi
Scheving, einum hinna þriggja miklu
brautryðjenda um þilskipaútgerð á íslandi.
Hann hóf útgerð þilskipa frá Flatey á fyrsta tugi
SVEITARSTJÓRNARMÁL 5