Sveitarstjórnarmál

Árgangur

Sveitarstjórnarmál - 01.02.1988, Síða 61

Sveitarstjórnarmál - 01.02.1988, Síða 61
LANDSHLUTASAMTÖKIN Tveirhinna eldri og reyndari þingmanna Reykjanes- kjördaemis, Geir Gunnarsson, til vinstri, og Ólafur G. Elnarsson, til hægri. stjóri Miðneshrepps og formaður fjárhagsnefndar SSS, greindi frá starfi nefndarinnar, og hafði hún haldið tólf fundi og fjallað um fjár- málahliðina á samstarfi sveitarfélag- anna. Hjálmar Árnason, skólameist- ari Fjölbrautaskóla Suðurnesja, ræddi hina hliðina á því fyrirkomu- lagi, sem verið hefur við lýði um fræðslumál, þ.e. frá sjónarhóli stjórnenda skólastofnana. Taldi hann því ýmislegt til foráttu, svo sem of mikla miðstýringu. Nýmæli í atvinnumálum Logi Þormóðsson, framkvæmda- stjóri fiskverkunarstöðvarinnar Tross í Sandgerði og stjórnarformaður Fiskmarkaðar Suðurnesja, lýsti aðdraganda að stofnun fiskmarkað- arins, sem starfað hafði í tæplega þrjá mánuði. Sigurður Garðarsson, fram- kvæmdastjóri fiskverkunarstöðvar- innar Voga hf., kynnti undirbúning að stofnun útgerðarfyrirtækisins Eldeyjar hf., sem stofnuð var daginn eftir aðalfundinn m.a. með allmiklu hlutafé sveitarfélaganna á Suður- nesjum. Þorvaldur Ólafsson, fram- kvæmdastjóri Trésmiðju Þorvaldar Ólafssonar hf. og stjórnarformaður Iðnþróunarfélags Suðurnesja, sagði frá verkefnum félagsins. Kvað hann það standa á tímamótum. Lárus Jónsson, fv. alþm., sem þá var starfsmaður Þróunarfélags Islands hf., skýrði frá tillögum félags- ins um stofnun fjárfestingarfélaga í einstökum landshlutum, þar á með- al á Suðumesjum. Námsbraut í fiskeldi við fjölbrautaskólann \ ályktun fundarins um atvinnumál var mótmælt skiptingu fiskveiðikvóta á suður- og norðursvæði. Fagnað er starfsemi fiskmarkaðar og stofnun almenningshlutafélags um útgerð fiskiskipa og lagt til, að sveitarfélög samræmi framlög sín til þessa málefnis. Fagnað var uppbyggingu, sem orðið hefur í ferðaþjónustu á Suðurnesjum. Itrekaðar voru álykt- anir um fríiðnaðarsvæði í námunda við Keflavíkurflugvöll og lögð áherzla á, að verktakar á Suðurnesjum fái aukna hlutdeild í verktakastarfsemi á Keflavíkurflugvelli. Tekið var undir hugmynd um stofnun fjárfestingar- félags á Suðurnesjum með þátttöku Þróunarfélags Islands hf. Fagnað var auknu fiskeldi og þess farið á leit við menntamálaráðuneytið, að Fjöl- brautaskóli Suðumesja fái leyfi til þess að taka upp kennslu í fiskeldi á sérstakri námsbraut. Loks var skor- að á þingmenn að vinna af öllu afli að uppbyggingu atvinnulífs á Suður- nesjum, ,,því betur má, ef duga skal“, eins og segir í ályktun fundar- ins. Jón Gunnarsson, hreppsnefndar- maður í Vatnsleysustrandarhreppi, hafði orð fyrir atvinnumálanefnd fundarins, sem lagði fram tillöguna. Átak í umhverfismálum Fagnað er vakningu, sem orðið hefði í umhverfismálum á síðustu árum á Suðurnesjum. Halda þurfi áfram uppgræðslu Reykjanesskaga á markvissan hátt, sveitarfélög eigi frumkvæði að skógræktarátaki í samvinnu við skóla og félagasamtök og talið æskilegt að skipuleggja einn góðan skrúðgarð fyrir allar Suður- nesjabyggðir. Fundurinn lagði til, að umhverfis- nefndir allra sveitarfélaganna á Suðumesjum hittist árlega eða oftar til þess að samræma átak í um- hverfismálum og að athugað verði um ráðningu eins garðyrkju- og umhverfisráðunautar til þess að vera ráðgjafi sveitarstjórnanna í þessum málum. Ályktað var, að skipuleggja þurfi og merkja svæði og leiðir fyrir fjórhjól og önnur torfærutæki á einum stað á svæðinu. Þrír starfsmenn SSS á fundinum. Á myndinnieru, talið frá vinstri, Sigrún Sighvats- dóttir, ritari, Pálina Gísladóttir, skrifstofustjóri, og JóhannaMaría Einarsdóttir, bókari. Myndirnarfrá fund- inum tók U. Stef. SVEITARSTJÓRNARMÁL 55

x

Sveitarstjórnarmál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.