Sveitarstjórnarmál

Ukioqatigiit

Sveitarstjórnarmál - 01.02.1988, Qupperneq 62

Sveitarstjórnarmál - 01.02.1988, Qupperneq 62
LANDSHLUTASAMTÖKIN Loks var ályktað, að tillögu umhverfismálanefndar fundarins, að unnið skyldi strax að því að setja reglur um hávaðamörk í byggð. Talsmaður nefndarinnar var Ing- ólfur Bárðarson, bæjarfulltrúi í Njarðvík. Að tillögu Vilhjálms Ketilssonar var einróma samþykkt, að sveitarfélögin setji sér strangar mengunarvarna- reglur gagnvart fyrirtækjum á svæð- inu og varnarliðinu. Vatnsból öll séu viðkvæm fyrir mengun af hvaða tagi sem er, og sé því brýnt að koma á eftirliti kringum þau. Allt lífríki í fjörum sé í hættu vegna mengunar frá skolpfrárennslum sveitarfélaga og annars úrgangs. Því beri að setja fram ákveðnar reglur um frágang skolpleiðslna. Nýir möguleikar í ferðamál- um Fundurinn taldi, að með tilkomu nýrrar flugstöðvar opnist nýir mögu- leikar á sviði ferðamála á svæðinu. Með auknu hótel- og gistirými geti ferðamenn til og frá landinu staldrað við á Suðurnesjum og skoðað stór- kostlega náttúru og fjölbreytt mannlíf. Sveitarfélögum er ætlað m.a. að byggja upp aimenna grunn- aðstöðu og annast upplýsingamiðl- un, m.a. með útgáfu ferðakorta með gönguleiðum og áhugaverðum stöðum. Ennfremur að gera áætlun um gerð tjaldsvæða í sveitarfélögun- um. Fundurinn vildi efla Ferðamála- samtök Suðurnesja og taldi fulla ástæðu til að ráða sérstakan feróa- málafulltrúa sveitarfélaganna. Bláa lónið er talið líklegt til að laða að ferðamenn. Ómar Jónsson, oddviti Vatns- leysustrandarhrepps, mælti fyrir áliti ferðamálanefndar fundarins. Aukið samstarfum íþrótta- og æskulýðsmál Fundurinn fagnaði átaki, sem gert hafi verið í íþrótta- og æskulýðs- málum á síðustu árum, og benti á aukin framlög sveitarfélaganna til þessa málaflokks. Jafnframt var því beint til stjórnar SSS, að hún beiti sér fyrir aukinni samvinnu sveitarfé- laganna á sviði æskulýðs- og íþrótta- mála. Sérstaklega er bent á samnýt- ingu íþróttamannvirkja, að því er snertir skólaíþróttir, og talinn tími til kominn að huga aö byggingu æf- inga- og keppnishúsnæðis fyrir íþróttafélögin. Þannig myndi almenningi veitast meiri aðgangur að núverandi íþróttahúsum til lík- amsræktar og hreyfingar. Við upp- byggingu félagsstarfsemi verði gaumur gefinn að þörfum aldurs- hópsins 16—20 ára. Guðmundur Sigurðsson, bæjar- fulltrúi í Njarðvík, var talsmaður íþrótta- og æskulýðsmálanefndar fundarins. Framhaldsaðgerðir í sameiningarmálum Fundurinn framlengdi starfstíma sameiningarnefndar og fól henni að gefa út kynningarbækling ætlaðan almenningi á svæðinu og að efna til fundar sveitarstjórnarmanna um máliö i apríl, eins og fram kemur fremst í þessari frásögn. [ maímán- uði er nefndinni ætlað að skila tillögu til stjórnar SSS um framhaldsað- gerðir í málinu. Vilhjálmur Ketilsson gerði grein fyrir þessari niðurstöðu samvinnu- og sameiningarnefndar, er starfaði á fundinum. Listir og menningarmál Jón Gröndal, bæjarfulltrúi ÍGrinda- vík, lagði fram og kynnti tillögur nefndar, sem fjallað hafði um listir, fræðslu- og menningarmál á fundin- um. Voru þær rækilegar og róttæk- ar. Stefndu þær m.a. að könnun á samrekstri tónlistarskólanna á svæðinu, að stofnun eins menning- arsjóðs, sameiginlegu safnahúsi með bókum, plötum, snældum og myndverkum, en þaðan yrði ein- stökum byggðarhverfum á svæðinu þjónað með útibúum og bókabíl. Einnig skyldi hugað að útvarps- rekstri. Tillögum nefndarinnar var vísað til stjórnar SSS til nánari umfjöllunar. Betri samgöngur Að tillögu hreppsnefndar Vatns- leysustrandarhrepps samþykkti fundurinn að fela stjórn SSS að kanna möguleika þess að koma á góðum samgöngum milli byggðar- laganna á Suðurnesjum í samvinnu við þá, sem nú stunda áætlunar- og hópferðaakstur á svæðinu. Stjórn SSS f stjórn SSS til eins árs höfðu verið tilnefndir bæjarfulltrúarnir Guðfinnur Sigurvinsson, Keflavík, Eðvald Bóas- son í Njarðvík. og Bjarni Andrés- son í Grindavik, Björgvin Lúthers- son, hreppsnefndarmaður í Hafn- ahreppi, og sveitarstjóramir Stefán Jón Bjarnason í Miðneshreppi, Ellert Eiríksson í Gerðahreppi og Vilhjálm- ur Grímsson í Vatnsleysustrandar- hreppi. Kosnir voru varamenn jafn- margir aðalmönnum. Bjami Andrésson, bæjarfulltnji í Grindavik, nýr stjómarformaður SSS. Bjami Andrésson er formaður SSS næsta starfsár. Á fundinum voru einnig kosnir tveir endurskoðendur, fjórir fulltrúar á ársfund Landsvirkjunar og þrír full- trúar í launanefnd samtakanna. Að loknum aðalfundi var haldið kvöldverðarhóf í veitingahúsinu Glóðinni í Keflavík, þar sem fundur- inn var haldinn. 56 SVEITARSTJÓRNARMÁL
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Sveitarstjórnarmál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.