Sveitarstjórnarmál

Árgangur

Sveitarstjórnarmál - 01.02.1988, Blaðsíða 54

Sveitarstjórnarmál - 01.02.1988, Blaðsíða 54
HEILBRIGÐISMÁL Borgarspítalinn í Reykjavík. Ljósm. Guðlaugur Tryggvi Karlsson. hjúkrunarfræðingar spurðir, hver væri að þeirra mati aðalástæðan fyrir skorti á hjúkrunarfræðingum tii starfa. Kom þá í ljós, að 41% töldu ástæðuna of lág laun, 22% kenndu um óreglulegum vinnutíma, 15%, að vinnan samræmdist illa heimilisstörfum, 9% tiltóku vinnuálag og 9% skort á barnagæzlu. Símon Steingrímsson, fv. framkvæmdastjóri tæknisviðs Ríkisspítala, gerði árið 1985 spá um þörf á hjúkrunarfræðingum. Forsendur spárinnar voru eftirfarandi: Fjöldi starfandi hjúkrunarfræðinga væri 15oo, 15% kæmu ekki til starfa, lo% færu úr landi, allir myndu hætta 65 ára, vöntun í stöður 15% og aukning á stöðum 2% á ári. Samkvæmt þessari spá myndu útskrifast 60 hjúkrunarfræðingar 1987. Hefðu því verið starfandi á sl. ári 1688 hjúkrunarfræðingar; þörf væri hins vegar fyrir 1857 og vöntun því 169. Á sama hátt yrði skorturinn á árinu 1988 187 og vorið 1989 201. í spá sinni gerir hann ráð fyrir, að á árinu 1990 útskrifist 100 hjúkrunarfræðingar, og að þá lækki talan niður í 176, en það verði ekki fyrr en árið 1995, sem skorturinn er kominn niður fyrir 100 hjúkrunarfræðinga. Við horfum því fram til þess, að skortur á hjúkrunarfræðingum verður áfram og á eftir að verða vandamál á næstu árum. Það er ekki aðeins á þessu sviði, sem skorturinn er. Á síðasta ári varð þannig í vaxandi mæli vart við skort á ýmsum öðrum sérmenntuðum starfsmönnum. Má þar nefna meinatækna og röntgentækna. Svo virðist vera, að aðsókn að Tækniskóla íslands í þessar námsgreinar fari sífellt minnkandi, og stefnir því í algjört óefni. Lokaorð Eins og að framan segir, eru 25 ár ekki langur tími í sögu sjúkrahúsa. Miklar framfarir hafa orðið í heilbrigðismálum íslendinga á þessum aldarfjórðungi, sem liðinn er frá stofnun sambandsins. Pjónusta sjúkrahúsanna er mikil að gæðum, og þau hafa á að skipa hæfu starfsfólki. Hér að framan hefur verið tæpt á ýmsu, sem verið hefur til umfjöllunar á vettvangi Landssambands sjúkrahúsa. Sveitarstjórnarmenn hafa ávallt látið málefni sjúkrahúsa til sín taka, og verður vonandi framhald þar á, þó að ýmsar blikur séu á lofti, ef hugmyndir um yfirtöku ríkisins verða samþykktar. Það er ekki síður þörf fyrir þessi samtök nú en þegar þau voru stofnuð, þótt áherzlurnar séu aðrar en í byrjun sjöunda áratugarins. Ég er þess fullviss, að Landssamband sjúkrahúsa á eftir að starfa vel og lengi. Það þarf að eflast, og það gerist, ef eigendur sjúkrahúsanna eru virkir í störfum þess og standa vörð um hagsmuni sjúkrahúsanna. Aðalfundur sambandsins, sem haldinn var sl. sumar á ísafirði, bar styrk samtakanna ótvírætt vitni, og þar myndaðist sterk samstaða um málefni sjúkrahúsanna. 48 SVEITARSTJÓRNARMÁL
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.