Sveitarstjórnarmál

Árgangur

Sveitarstjórnarmál - 01.02.1988, Síða 23

Sveitarstjórnarmál - 01.02.1988, Síða 23
KYNNING SVEITARFÉLAGA Dvalarheimli aldraðra á Reykhólum, sem tekið verður í notkun að hluta til t. marz. Húsið teiknaði Bjami Óskarsson, byggingarfulltrúi í Mýrasýslu. að allur lambaárgangurinn fór í sjóinn. í haust var búfé sett á vetur í landareign Reykhóla alls 1119. Mjólk er aðeins seld frá Grund, en kýr eru fyrir heimilið á Seljanesi. Ræktað land er skráð: í Tilraunastöðinni 32,4 ha, á býlinu Grund 28 ha, á Mávavatni 15,1 ha, Seljanesi 11,7 ha og á smábýlum og túnum ýmissa um 42 ha. Á árinu 1986 var stofnað garðyrkjubýlið ,,í Görðum” á 5 ha lands. Það gerðu hjónin Ólafur Þóroddsson, garðyrkjumaður, og kona hans María Björk Reynisdóttir, sem fluttust á staðinn og reistu sér 250 ferm. gróðurhús, þar sem þau rækta grænmeti. Selja þau afurðirnar á staðnum eða senda þær á markað í Búðardal eða í Reykjavík. D valarheimili aldraðra Að frumkvæði heilsugæzlustöðvarinnar í Búðardal var hinn 16. júní 1979 boðað til fundar á Reykhólum um málefni aldraðra í sýslunni. Á fundinum var samþykkt, að gerð skyldi athugun á högum aldraðra í héraðinu, á þörfum þeirra og óskum varðandi vistunarrými og á valkostum í því sambandi. Mikill áhugi var á málinu, og var í framhaldi af þessum fundi stofnað sameignar- félag um byggingu dvalarheimilis aldraðra á Reykhólum. Að félaginu stóðu Geiradals- og Reykhólahreppur ásamt öllum félögum í hrepp- unum, s.s. búnaðarfélögum, ungmennafélögum og kvenfélaginu ,,Liljunni“ í Reykhólahreppi, sem beitti sér fyrir framkvæmdum og hét stuðn- ingi sínum eins og fleiri félög. Á árinu 1983 var síðan hafizt handa um byggingu dvalarheimilis- ins, og var byggt eftir teikningu, sem Bjarni Óskarsson, byggingarfulltrúi í Mýrasýslu, gerði. Húsið var gert fokhelt á því ári, en síðan hafa framkvæmdir legið niðri sökum fjárvöntunar, þangað til nú í haust, að hafizt var handa á ný. Er nú unnið að því að innrétta 300 ferm. af neðri hæð hússins, og er ákveðið að taka þann hluta í notkun hinn 1. marz nk. Kemst þá í gagnið vistrými fyrir 8 manns. Húsið er á tveimur hæðum. Neðri hæð er 860 ferm. að stærð og sú efri 616 ferm. og því samtals 1476 ferm. Jafn- framt hefur teikningu verið breytt í þá átt, að húsið rúmi fleiri en ráðgert var í upphafi, jafnvel um 40 manns, því að brýn þörf er í byggðarlag- inu á sérhönnuðu húsnæði aldraðra. Dvalar- heimilið hefur hlotið nafnið Barmahlíð. Nýlega hefur María Björk Reynisdóttir verið ráðin for- stöðumaður þess. SVEITARSTJÓRNARMÁL 17

x

Sveitarstjórnarmál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.