Sveitarstjórnarmál

Árgangur

Sveitarstjórnarmál - 01.02.1988, Blaðsíða 36

Sveitarstjórnarmál - 01.02.1988, Blaðsíða 36
FRÆÐSLUMÁL Guðniuiidur Magnússon, fræðslustjóri Austurlands: Framhaldsnám í dreifbýli Með setningu fræðslulaganna á árinu 1907 var stigið eitt stærsta framfaraspor í sögu þjóðarinnar. Reynt var að tryggja með lögum, aö allir hlytu menntun og kennslu í undirstöðugreinum. Framhalds- skólar voru stofnaðir, og framsæk- ið fólk sótti þá, eftir því sem fjár- hagur og aðrar aðstæður leyfðu. Hinu er svo ekki að neita, að alltof mörg efnileg ungmenni sátu eftir með sárt enni beinlínis vegna fátæktar. Þetta er að mestu liðin tíð. Við lifum á tölvu- og tækniöld, og bókvitið verður í askana látið, hvort sem okkur líkar það betur eða verr. Fáir læra nú til lífstíðar. Þekking og viðhorf breytast ört. Stöðnun og atvinnuleysi vofir yfir þeim, sem ekki skilja nauðsyn endur- og fram- haldsmenntunar. Sem betur fer hefur aðsókn í framhaldsnám stór- aukizt á næstliðnum 40 árum. ( lok síðari heimsstyrjaldarinnar voru 1500 framhaldsskólanemar á (slandi, en um 15000 árið 1984! Þessi þróun mun halda áfram, og henni verður að mæta með við- eigandi ráðstöfunum. Spurningin er þessi: Hvernig er hægt að skipuleggja framhalds- nám þannig, að sem flestir geti stundað það? Það er alveg Ijóst, að nokkrar menntastofnanir á víð og dreif um landið leysa ekki þennan vanda að öllu leyti. Það verður að leggja sífellt meiri áherzlu á það, að fólk geti stundað framhaldsnám jafn- hliða störfum sínum. Með öðrum orðum: Það á að færa menntunina heim í hérað, skólann til fólksins, enda er hann orðinn til fyrir það, en ekki öfugt. Það er með skólann eins og kirkjuna. Hann er ekki að- eins hús, heldur fyrst og fremst fólk! Þetta leiðir hugann að dreifbýli. Menn tala sífellt um fólksflótta það- an í þéttbýli og að þá þróun verði að stöðva. Mikið rétt. En einn veigamesti þátturinn í því er að stórauka möguleika til framhalds- og endurmenntunar heima í héraði. Þetta á við allar starfsstéttir. Ég tek kennara sem dæmi, því að þar þekki ég bezt til. Skólinn lýtur sömu lögmálum og aðrir vinnustaðir. Yfir honum vofir einangrun og stöðnun, fylgist hann ekki með þjóðfélagsbreytingum. Til skólans eru geröar kröfur um að sinna nemendum á öllum þroskastigum, og til þess þarf menntun, þekkingu og leikni. Kennsluaðferðir og viðhorf í upp- eldismálum hljóta að breytast eins og annað í þjóðfélagi, sem er og á að vera í sífelldri þróun. Möguleikar kennara til fram- haldsnáms hafa að mestu leyti ver- ið bundnir við Reykjavík eða útlönd. Af þessu hefur leitt tvennt: Annars vegar það, að þeir tiltölu- lega fáu kennarar í dreifbýli, sem farið hafa í framhaldsnám, hafa margir hverjir ekki skilað sér aftur til heimabyggðar, og svo hins vegar það, að mikill fjöldi kennara hefur ekki treyst sér í framhaldsnám vegna kostnaðar og fjarlægðar frá heimabyggð. Lögin um orlof kennara leysa ekki þennan vanda nema að litlu leyti. Þau ætti að endurskoða með það markmið í huga að skylda kennara til endur- og framhaldsmenntunar þeim að kostnaðarlausu. Góð menntun kennara og virðing þings og þjóðar fyrir starfi þeirra er forsenda æski- legrar þróunar í uppeldis- og skóla- málum yfirleitt. Háskóli á Akureyri er vissulega spor í rétta átt. En meginmál dreifbýlisins er að koma á fót vel skipulögðu fram- haldsnámi úti í fræðsluumdæmun- Greinarhöfundur, Guðmundur Magnússon, fræðslustjóri, á skrifstofu sinni á Reyðarfirði. 30 SVEITARSTJÓRNARMÁL
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.