Sveitarstjórnarmál - 01.02.1988, Síða 19
KYNNING SVEITARFÉLAGA
steinn Eiríksson, skólastjóri í Reykjanesi, fyrir
hreppsnefnd Reykhólahrepps, og Jóhann Jónas-
son frá Öxney, frá Breiðfirðingafélaginu í
Reykjavík. Allir höfðu þeir sýnt áhuga fyrir
málefninu.
Nefndin kynnti sér öll gögn, er fram höfðu
komið á Alþingi, á Búnaðarþingi, í héraði og
annars staðar. Hún samdi frumvarp til laga um
skólasetur og tilraunastöð í jarðrækt á Reykhól-
um (þingskjal nr. 359/1944). Skólasetrið var
ekki samþykkt, en lög voru sett um tilraunastöð
í jarðrækt á Reykhólum (1. nr. 57/1944), enda
byggðust þau á eldri lögum nr. 64/1940.
Tilraunastöðin eignaðist endurgjalds- og
kvaðalaust 165 ha úr austanverðri landar-
eigninni, nauðsynleg hitaréttindi við Kötlulaug
og þrjár eyjar, Hrútey og Skarðseyjar, ef þyrfti
vegna tilrauna. Tilraunastöðin var byggð árið
1946. Búfjárrækt varð snar þáttur í starfsemi
hennar. 300 kinda fjárhús voru byggð árið 1955.
Landið er framræst. Fullræktað land er nú yfir
30 ha, og sauðféð er 330.
Árið 1944 var heyfengur á Reykhólum 554
teningsmetrar, en búfé á fóðrum 446. Árið 1945
var rýmt til og öðrum Reykhólabóndanum,
Skúla Júlíussyni, byggt út.
Landnám ríkisins hófst handa
Með bréfi 10. febrúar 1950 fól dóms- og
kirkjumálaráðuneytið nýbýlastjórn ríkisins m.a.
þetta:
,, Ráðuneytið vill hér með fela nýbýlastjórn
ríkisins umráð yfir landi ríkisjarðarinnar
Reykhóla í Reykhólahreppi að undanskildu
því landi, sem varanlega hefur verið ákveðið
eða fyrirhugað er, að ráðstafað verði á annan
hátt til opinberra framkvœmda, s.s. til
embættismannabústaða, skóla o. fl. skv.
skipulagi staðarins. Umráð nýbýlastjórnar
yfir framangreindu landi Reykhólajarðar
gilda, meðan framkvœmdir standa yfir við
undirbúning og hagnýtingu lands og jarðhita
til búreksturs og stofnunar býla í landi Reyk-
hólajarðar. ”
Með þessu er skipt umráðum yfir Reykhólum.
Stóð svo um áratugi og stundum til óþæginda.
Jarðeignadeildin réð yfir leifum býlisins. Dóms-
og kirkjumálaráðuneytið réð yfir
„Skipulaginu”, en landnámsstjóri yfir
„Landnáminu” og ennfremur öllu sjávar- og
eyjagagni Reykhóla.
Skipulagsnefnd Reykhóla og nýbýlastjórn
héldu sameiginlegan fund á Reykhólum 11. júlí
I Tilraunastöðinni enj gerðar búveðurathuganir fyrir Veður-
stofu Islands. Hér athugar Ingi Garðar Sigurðsson,
tilraunastjóri, jarðvegshitann. Ljósm. Jónas Jónsson, bún-
aðamnálastjóri.
Ingl Garðar Sigurðsson, tilraunastjóri, ber á einn af til-
raunareitunum. Ljósm. Jón Steingrímsson.
Á undanfömum árum hefur verið ræktaður upp alhvítur, ull-
armikill og afurðasamur fjárstofn í Tilraunastöðinni. Ljósm.
Jón Steingrimsson.
SVEITARSTJÓRNARMÁL 13