Sveitarstjórnarmál

Årgang

Sveitarstjórnarmál - 01.02.1988, Side 40

Sveitarstjórnarmál - 01.02.1988, Side 40
ALMENNINGSBÓKASÖFN Hrafh Hardarson, bæjarbókavörður, Kópavogi: Bókasafn Kópavogs tekur í notkun nýtt útlánakerfi, BÓKVER Bókasafn Kópavogs hóf útlán meö Ijóspenna tengdum tölvu 1. október sl. Um er að ræöa tækni, sem enn hefur ekki náö útbreiðslu hér á landi, en hún er fólgin í því, aö bækur og önnur gögn safnsins eru númeruð meö svonefndu rimlaletri (bar code) og skírteini lánþega einnig. Starfsmenn safnsins þurfa aöeins að renna Ijóspennanum yfir þessa töfrastafi, og þar meö veit tölvan, hver fær aö láni hvaöa bækur, plötur eöa myndbönd, hvenær hann á að skila þeim, reiknar út vanskila- sektir, ef skilað er of seint, segir til, þegar skírteini er útrunnið, þegar bók er pöntuö, safnar og geymir upplýsingar um, hve oft einstakar bækur eru lánaðar út og hve lengi þær eru í láni. Þarf ekki aö fjölyrða, hve mikið hagræði er aö þessu nýja kerfi, og með þeim sparnaöi, sem af því hlýzt, mun stofnkostnaður borga sig upp á einu til tveimur árum. Margir nýir möguleikar opnast með þessu tölvukerfi, sem byggir á skráningu á tölvu bæjarins, sem Magnús Bjarnason hefur hannaö fyrir bókasafniö. Er bókasafn Kóþavogs fyrsta bókasafniö á landinu til að skrá bókakostinn á tölvu. Auk þess mun þetta gera starfs- fólki kleift aö veita ennþá betri þjónustu, þar eð miklu minni tími fer í útlánastarfið og innheimtu, sem mun ganga mun fyrr en áöur, og gefst þá tími til aö veita lánþeg- um meiri aðstoð viö leit aö bókum og upþlýsingum. Þaö er fyrirtækið Hugver, sem hannaði þetta kerfi í samvinnu við bókasafnsfræðinga á Bókasafni Kópavogs, og hefur þaö hlotið heitið ,,Bókver“. / Bókassafni Kópavogs. Á myndinni eru, taliö frá vinstri, Hrafn Haröarson, Guðrún Árnadóttir og Unnur Kristinsdóttir, sem situr viö tölvuna meö Ijóspenn- ann i hönd. Stefnt verður að því, að lánþeg- ar og gestir Bókasafns Kópavogs geti sjálfir leitað að bókum og öðr- um gögnum í tölvunni og notað við það mjög fullkomið orðleitarkerfi, sem er einfalt í notkun. Auk þess er hægt að leita í fundargerðum bæjarráðs Kópavogs að umfjöllun og afgreiðslu málaflokka. Þá er í deiglunni efnisorðaskrá, FRÓÐLIND, yfir greinar í blöðum, tímaritum og bókum, sem mun auðvelda hvers kyns heimilda- og upplýsingaleit í tölvu. / Bókasafni Kópavogs var á sl. ári opnuð ný lesstofa með sætum fyrír 20 manns, og er hún opin alla virka daga milli kl. 13 og 19 og á laugardögum milli kl. 13 og 17 frá 1. október til 30 apríl. Gunnar G. Vigfússon tók þessa mynd í lesstofnunni svo og hina Ijósmyndina með greininni. 34 SVEITARSTJÓRNARMÁL

x

Sveitarstjórnarmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.