Sveitarstjórnarmál

Årgang

Sveitarstjórnarmál - 01.02.1988, Side 53

Sveitarstjórnarmál - 01.02.1988, Side 53
HEILBRIGÐISMÁL undirbúa jarðveginn fyrir mikla stefnubreytingu í heilbrigðismálum, þannig að sjúkratryggingar í landinu yrðu gefnar frjálsar og stofnað verði til einkareksturs sjúkrastofnana samhliða opinberum rekstri. Petta myndi kalla á sjálfstæð tryggingafélög, er greiði sjúkrakostnað, og þá væri kominn grundvöllur fyrir samkeppni sjúkrastofnana um að veita sem hagkvæmasta þjónustu á lægsta mögulega verði. Pessu fylgja auðvitað mörg vandamál, bæði kostir og gallar. Pað yrði allt of langt mál að tíunda það allt hér. í Bandaríkjunum hafa á síðustu árum þróazt kerfi, svoköiluð HMO-kerfi (Health Maintainance Organizations). Þetta eru frjáls sjúkratryggingafélög, sem veita alhliða sjúkratryggingar, reka sjúkrahús og aðrar sjúkrastofnanir, en eingöngu fyrir tryggingataka eða meðlimi samtakanna. Eflaust má draga ýmsan Iærdóm af þjónustu HMO félaganna, en hætta er á, að Island sé of lítið til þess, að nota megi sér til fullnustu einkarekstur af þessu tagi. Sameiginlegir kjarasamningar Á fundi, sem haldinn var á Austurlandi 1986, ályktaði Félag forstöðumanna sjúkrahúsa á íslandi, að launamál heilbrigðisstofnana í landinu væru komin í algjört óefni vegna misræmis kjarasamninga. Beindi fundurinn því til fjármálaráðherra að hlutast til um, að heildarkjarasamningur fyrir starfsfólk í heilbrigðisþjónustunni yrði framvegis gerður á vegum ráðuneytisins. Á sameiginlegum fundi Landssambands sjúkrahúsa og Félags forstöðumanna sjúkrahúsa, sem haldinn var í Reykjavík snemma á sl. ári, voru enn ræddir sameiginlegir kjarasamningar fyrir heilbrigðisstéttir. í framsöguerindum á þessum fundi kom m.a. fram, að ýmis sjúkrahús hafa greitt hærri taxta en fjármálaráðuneytið hefur viðurkennt, og þann halla, sem af þessu kynni að leiða, yrði erfitt að innheimta hjá sveitarfélögunum. í máli formanns samninganefndar ríkisins kom fram, að fjármálaráðuneytið hefði áhuga á, að þeir, sem annast rekstur heilbrigðisstofnana, gangi sameiginlega til samninga um kjör starfsfólks á sjúkra- og heilbrigðisstofnunum. Hefur ráðuneytið sent bréf til ýmissa aðila, þar sem fram kemur, að það hyggst beita sér fyrir þessu, ef samstaða næst um málið. Ég veit, að slík samninganefnd verður mörgum léttir, þótt ef til vill verði ekki allir sammála um ágæti þess að miðstýra samningagerð á þennan hátt. Á hinn bóginn er ljóst, að sá launamunur, sem verið hefur á sjúkrahúsum í landinu, getur ekki gengið til Iengdar. Flokkun sjúkrahúsa í heilbrigðislögum er gert ráð fyrir, að sjúkrahús landsins verði flokkuð í reglugerð, sem ráðherra setur. Samvinnunefnd sjúkrahúsa í Reykjavík og á Akureyri fékk það verkefni að semja drög að þessari reglugerð. Ýmsar tilraunir hafa verið gerðar til þess að flokka sjúkrahúsin, en til þessa hefur allar hugmyndir um slíka flokkun dagað uppi. Ljóst er, eins og heilbrigðislögin eru orðuð, að erfitt er að setja slíka reglugerð, og e.t.v. væri einfaldara að breyta ákvæðum Iaganna, þótt slíkt sé auðvitað þyngra í vöfum. Nefndin hefur skilað tillögum sínum til ráðherra, og verða þær ekki raktar hér. Hins vegar verður reglugerð um flokkun og verkaskiptingu sjúkrahúsa ekki sett án samráðs við Landssamband sjúkrahúsa, sbr. ákvæði heilbrigðislaga. Mér virðist sem erfitt kunni að verða að setja reglugerð, sem allir yrðu ásáttir um, en eðli málsins samkvæmt mun Landssamband sjúkrahúsa hafa samráð við eigendur sjúkrahúsanna, þegar til kasta landssambandsins kemur. Hjúkrunarfrœðingaskortur Á undanförnum árum hefur borið mikið á skorti á hjúkrunarfræðingum. Þetta er það atriði í rekstri sjúkrahúsanna, sem hefur staðið þeim mest fyrir þrifum. Árið 1984 gerði Hjúkrunarfélag íslands könnun á því, hve margar stöður hjúkrunarfræðinga væru setnar. Kom þá í ljós, að 86% af heimiluðum stöðum voru setnar. Könnun landlæknisembættisins í árslok 1985 leiddi hið sama í ljós. Um svipað leyti og landlæknisembættið gerði sína könnun, gerði Landssamband sjúkrahúsa skyndikönnun á því, hversu útbreiddur skortur á hjúkrunarfræðingum og sjúkraliðum væri hjá sambandsaðilum. Undirtektir í þessari könnun voru góðar, og sýndi könnunin, að u.þ.b. 20% af stöðum hjúkrunarfræðinga voru lausar og um 16% af stöðum sjúkraliða. Það skal tekið fram, að könnun landlæknisembættisins náði jafnframt til hjúkrunarheimila, og kom í ljós, að ástandið þar er oft miklu verra en á sjúkrahúsunum. í könnun Hjúkrunarfélagsins voru SVEITARSTJÓRNARMÁL 47

x

Sveitarstjórnarmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.