Sveitarstjórnarmál - 01.02.1988, Síða 60
LANDSHLUTASAMTÖKIN
10. aðalfundur SSS:
Samstarf og sameining
settu svip á umræðurnar
Áberandi var, hve samstarf og
sameining sveitarfélaga settu mikinn
svip á umræður manna á 10. aðal-
fundi Sambands sveitarfélaga á
Suðurnesjum (SSS), sem haldinn
var í veitingahúsinu Glóðinni i Kefla-
vík 27. og 28. nóvember sl. Á fund-
inum skilaði samvinnu- og samein-
ingarnefnd samtakanna áliti, og
umboð hennar var framlengt til
næsta aðalfundar. Hlutverk hennar
er fyrst og fremst að kynna almenn-
ingi kosti og galla sameiningar ein-
hverra eða allra sveitarfélaga á
Suðurnesjum. Skal nefndin að því
loknu halda fund um sameiningar-
málið með sveitarstjórnarmönnum,
en þó eigi síðar en í apríl. Verða þá
teknar ákvarðanir um framhaldið.
Einnig setti það mikinn svip á
fundinn, að verið var að hleypa af
stokkunum sameiginlegri gjald-
heimtu sveitarfélaganna á svæðinu
svo og útgerðarfélaginu Eldey hf.,
sem er sameiginlegt átak Suður-
nesjamanna til að snúa vörn í sókn í
útvegsmálum.
Fundarstjórar voru Anna Margrét
Guðmundsdóttir, varaforseti bæjar-
stjórnar Keflavíkur, og Ingólfur
Falsson, bæjarfulltrúi þar, en ritarar
fundarins Magnús Haraldsson og
Jón Ólafur Jónsson, bæjarfulltrúar í
Keflavík. Það er orðin hefð hjá SSS,
að aðalfundur sé haldinn í því sveit-
arfélagi, sem á formann undan-
gengið starfsár, og að embættis-
menn fundarins séu frá sama sveit-
arfélagi. Þetta er í fyrsta skipti, sem
kona er fundarstjóri á aðalfundum
SSS.
Guðfinnur Sigurvinsson, fráfar-
andi formaður SSS, flutti skýrslu um
starf stjórnarinnar á undangengnu
starfsári, og Eiríkur Alexandersson,
framkvæmdastjóri, gerði grein fyrir
ársreikningum síðasta starfsárs.
Við upphaf fundarins fluttu ávörp
Karl Steinar Guðnason, alþingis-
maður, sem flutti kveðjur þing-
manna kjördæmisins, og Sigurgeir
Sigurðsson, formaður Sambands
íslenzkra sveitarfélaga. Að morgni
síðari dagsins flutti ávarp Steingrím-
ur Hermannsson, utanríkisráðherra.
Samstarf og sameining
Vilhjálmur Ketilsson, bæjarstjóri í
Keflavík, flutti skýrslu undirbúnings-
nefndar SSS í sameiningarmálum.
Vakti hann m.a. athygli á því, að ef
sveitarfélögin á Suðurnesjum sam-
einuðust í eitt, yrði það fjölmennasta
sveitarfélag á landinu að Reykjavík
undanskilinni. Yrði slíkt sveitarfélag
mjög sterkt afl í hagsmunamálum
svæðisins og sennilega einnig sér-
stakt kjördæmi.
Ingólfur Aðalsteinsson, forstjóri,
og framkvæmdastjórarnir Albert
Albertsson og Júlíus Jónsson fjöll-
uðu síðan um sameiningu Hitaveitu
Suðurnesja og rafveitnanna á
Suðurnesjum í Ijósi reynslunnar.
Oddur Einarsson, bæjarstjóri í
Njarðvíkum, flutti skýrslu gjald-
heimtunefndar samtakanna og
greindi frá undirbúningi að stofnun
sameiginlegrar gjaldheimtu á Suður-
nesjum, en hún tók til starfa um síð-
astliðin áramót, eins og frá er skýrt
aftar í þessu töluþlaði.
Ellert Eiríksson, sveitarstj. Gerða-
hrepps, flutti skýrslu launanefndar
SSS. Hafði nefndin haldið 30 fundi á
starfsárinu og staðið að gerð kjara-
samninga við starfsfólk allra sameig-
inlegra fyrirtækja sveitarfélaganna á
félagssvæðinu. Væru þeir nú allir
samræmdir. Karl Guðmundsson,
framkvæmdastjóri Sjúkrahúss
Keflavíkur og Heilsugæzlustöðvar
Suðurnesja, ræddi einnig gerð sam-
eiginlegra kjarasamninga frá sjónar-
hóli fyrirtækjanna og taldi vel hafa til
tekizt.
Stefán Jón Bjarnason, sveitar-
Guðfinnur Sigurvinsson, fráfarandi formaður, og Eiríkur Alexandersson, fram-
kvæmdastjóri SSS.
54 SVEITARSTJÓRNARMÁL