Sveitarstjórnarmál

Árgangur

Sveitarstjórnarmál - 01.02.1988, Blaðsíða 13

Sveitarstjórnarmál - 01.02.1988, Blaðsíða 13
KYNNING SVEITARFÉLAGA Minnisvarði um Koiiabúðafundi var afhjúpaður á þingstaðnum við Músará hinn 3. ágúst 1979. Myndin sýnir sam- komugesti. Árangurinn var lengi varðveittur í Flat- eyjarsafni, nú í Landsbókasafni, hin miklu söfn Gísla um sögu Flateyjar og annarra byggða við Breiðafjörð. Ekki var hér látið staðar numið. Framfaraleg- atið gekkst fyrir stofnun Flateyjar framfara stofnlega bréflega félags („félagsins með langa nafnið”) árið 1841, en félagsmenn í þeim samtökum tóku að sér að rita um þau efni, sem efst voru á baugi. Ritgerðunum var síðan dreift milli félagsmanna og þær ræddar. Félagsmenn voru flestir 33, þriðjungur þeirra var úr Dölum og af Ströndum og Snæfellsnesi. Afgangurinn var úr Barðastrandarsýslu, einkum úr austur- sýslunni. Félagið gaf út tímarit á árunum 1847 til 1855, Gest Vestfirðing. Sami hópur stóð að baki þingmálafundum þeim, sem haldnir voru á hinum forna vorþingsstað Vestfirðinga við Mús- ará í landi Skóga í Þorskafirði, Kollabúðafundum, á árunum 1849 til 1868. Aldan frá Flatey breiddist út. Fyrsta almenn- ingslestrarfélag landsins var stofnað í Gufu- dalshreppi 1843. Lestrarfélag Tröllatungu- og Fellssafnaða var stofnað árið 1845 og lestrar- félög í Múlahreppi, Sauðlauksdalsprestakalli og í Önundarfirði fjórum árum síðar. Lestrarfélag hafði að vísu verið stofnað í Helgafellssveit árið 1841, en að því stóðu einkum tveir einstakl- ingar. Sá háttur var einkum á hafður í lestrar- félögum þessum að láta nýjar bækur ganga um félagssvæðið sveitarenda á milli. Líkur benda til, að bókakostur hinna fyrstu lestrarfélaga hafi einkum verið bækur um hagnýt efni og stjórnmál. Þær kunna því að hafa vakið þann stjórnmálaáhuga, sem var svo ríkur á svæðinu um miðbik 19. aldar, eða a.m.k. viðhaldið honum. Bækurnar úr lestrarfélaginu kynnu að hafa verið fyrstu kynni manna á borð við Ara Jónsson Arnalds og Björn Jónsson, síðar rit- stjóra og ráðherra, af Jóni Sigurðssyni forseta og stefnu hans í sjálfstæðisbaráttunni. Annars voru íbúar í austurhluta Barðastrandarsýslu, líkt og annars staðar á Vestfjörðum, hinir einörðustu stuðningsmenn Jóns forseta, en töldu sig þó fullkomlega hæfa til þess að rökræða sjálfstæðismálið við hann í bréfum sínum, t.d. Björn Arnfinnsson, bóndi á Kletti í Kollafirði. Sömu menn stóðu síðan að brennu á einu tölublaði af Norðra á Kollabúðafundi árið 1856, en þar höfðu birzt greinar um þá nafnana, Jón forseta og Jón ritstjóra Guðmundsson, sem ómaklegar þóttu. Jafnframt sögðu þessir menn Norðra upp, og missti blaðið þá um 300 áskrifendur. Það var ekki sama, hvernig rökrætt var við forseta eða hverjir gerðu slíkt. Reyk- nesingar söfnuðu fé á árunum 1855 - 1856 að frumkvæði Ólafs Johnsens, prests á Stað, og sendu Jóni, en þeir þökkuðu honum öðrum fremur, og með réttu, að verzlunin var gefin al- frjáls í apríl 1855. Þá átti forseti í miklum fjárhagsörðugleikum. Undirtektir um fjársöfn- un honum til handa í öðrum byggðarlögum voru dræmar. Á skáldaþingi Austur-Barðastrandarsýsla hefur fóstrað mörg ljóðskáld og rithöfunda. Þar er hlutur SVEITARSTJÓRNARMÁL 7
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.