Sveitarstjórnarmál

Árgangur

Sveitarstjórnarmál - 01.02.1988, Blaðsíða 26

Sveitarstjórnarmál - 01.02.1988, Blaðsíða 26
SAMTALIÐ „Þetta var orðið ómögulegt vegna öryggisleysis á vetrum” Samtol við Jón Finnbogason á Skálmarnesmúla, síðasta oddvita Múlahrepps Nokkur hreppsfélög hafa nær tæmzt af fólki án þess að vera sameinuð öðrum hreppum. Svo fór um Sléttuhrepp í Norður-ísafjarðarsýslu, sem lagðist í auðn á árunum 1952—1953, Grunnavíkurhrepp í sömu sýslu, sem var sameinaður Snæfjallahreppi frá 1. janúar 1964 með 7 íbúa, Flateyjarhrepp í Suður- Þingeyjarsýslu, sem var lagður til Hálshrepps 1. marz 1972 með 5 íbúa, og Loðmundar- fjarðarhrepp í Norður-Múlasýslu, sem var sameinaður Borgarfjarðarhreppi frá 1. janúar 1973 og taldi þá einn íbúa. Óeðlilegt er, að sveitarfélög hljóti slík enda- lok, enda er reynt að girða fyrir slíkt í sveitar- stjórnarlögum. Meðal fámennustu hreppa landsins síðustu árin var Múlahreppur. Hann var vestasti hreppur Austur-Barðastrandarsýslu, en allir hreppar sýslunnar sameinuðust hinn 4. júlí 1987 í einn hrepp, Reykhólahrepp. íbúatala Múla- hrepps hafði þá verið 16—20 um árabil, og tólf síðustu árin, eða í þrjú kjörtímabil hrepps- nefnda, hafði enginn íbúanna haft þar vetur- setu. Hreppsnefnd var þó við hverjar sveitar- stjórnarkosningar kosin á kjörfundi á þingstað hreppsins, Firði, og komu þá flestir atkvæðis- bærra íbúa á kjörstað. I Fyrr á tímum var Múlahreppur fjölmenn sveit eftir stærð hreppsins. Árið 1700 voru 158 íbúar á 15 býlum í sveitinni. Á árinu 1910 voru 150 íbúar í hreppnum, árið 1945 eru þar skráðir 100 íbúar og 51 íbúi á árinu 1960. Ekkert býli fór í eyði fyrr en árið 1944. Þremur áratugum síðar voru allir íbúarnir farnir. Við höfum beðið Jón Finnbogason, fv. bónda á Skálmarnesmúla og síðasta oddvita hreppsins, að segja hér frá síðustu árunum í sögu hreppsins og aðstæðum þeim, sem ollu hnignun byggðar- innar og brottflutningi íbúanna, en bú- skaparhættir í byggðum Breiðafjarðar hafa löng- um verið með öðrum hætti en annars staðar á landinu. Jón var kosinn í hreppsnefndina árið 1962 og átti samfellt sæti í henni síðan. Hann var oddviti hreppsins frá árinu 1965. — íbúatölur hreppsins og fjöldi jarða gefur til kynna, að margt fólk hafi verið til heimilis á hverju býli í hreppnum? ,,Já, á sumum jörðunum var margbýli, og saman bjuggu fleiri en ein fjölskylda á okkar vísu. Til var það, að búið var í seljum, t.d. í Svínanesseli. Þegar ég man eftir mér, bjó þar Kristján Sigfússon, og líklega hefur hann búið þar eitthvað fram yfir 1925. Áreiðanlega var víðar búið í seljum áður fyrr. Fólk stundaði bú- skap, en var líka til sjós, t.d. á skútum frá Flat- ey.” ,,Já, á sumum jörðunum var margbýlt...." 20 SVEITARSTJÓRNARMÁL
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.