Sveitarstjórnarmál

Volume

Sveitarstjórnarmál - 01.02.1988, Page 26

Sveitarstjórnarmál - 01.02.1988, Page 26
SAMTALIÐ „Þetta var orðið ómögulegt vegna öryggisleysis á vetrum” Samtol við Jón Finnbogason á Skálmarnesmúla, síðasta oddvita Múlahrepps Nokkur hreppsfélög hafa nær tæmzt af fólki án þess að vera sameinuð öðrum hreppum. Svo fór um Sléttuhrepp í Norður-ísafjarðarsýslu, sem lagðist í auðn á árunum 1952—1953, Grunnavíkurhrepp í sömu sýslu, sem var sameinaður Snæfjallahreppi frá 1. janúar 1964 með 7 íbúa, Flateyjarhrepp í Suður- Þingeyjarsýslu, sem var lagður til Hálshrepps 1. marz 1972 með 5 íbúa, og Loðmundar- fjarðarhrepp í Norður-Múlasýslu, sem var sameinaður Borgarfjarðarhreppi frá 1. janúar 1973 og taldi þá einn íbúa. Óeðlilegt er, að sveitarfélög hljóti slík enda- lok, enda er reynt að girða fyrir slíkt í sveitar- stjórnarlögum. Meðal fámennustu hreppa landsins síðustu árin var Múlahreppur. Hann var vestasti hreppur Austur-Barðastrandarsýslu, en allir hreppar sýslunnar sameinuðust hinn 4. júlí 1987 í einn hrepp, Reykhólahrepp. íbúatala Múla- hrepps hafði þá verið 16—20 um árabil, og tólf síðustu árin, eða í þrjú kjörtímabil hrepps- nefnda, hafði enginn íbúanna haft þar vetur- setu. Hreppsnefnd var þó við hverjar sveitar- stjórnarkosningar kosin á kjörfundi á þingstað hreppsins, Firði, og komu þá flestir atkvæðis- bærra íbúa á kjörstað. I Fyrr á tímum var Múlahreppur fjölmenn sveit eftir stærð hreppsins. Árið 1700 voru 158 íbúar á 15 býlum í sveitinni. Á árinu 1910 voru 150 íbúar í hreppnum, árið 1945 eru þar skráðir 100 íbúar og 51 íbúi á árinu 1960. Ekkert býli fór í eyði fyrr en árið 1944. Þremur áratugum síðar voru allir íbúarnir farnir. Við höfum beðið Jón Finnbogason, fv. bónda á Skálmarnesmúla og síðasta oddvita hreppsins, að segja hér frá síðustu árunum í sögu hreppsins og aðstæðum þeim, sem ollu hnignun byggðar- innar og brottflutningi íbúanna, en bú- skaparhættir í byggðum Breiðafjarðar hafa löng- um verið með öðrum hætti en annars staðar á landinu. Jón var kosinn í hreppsnefndina árið 1962 og átti samfellt sæti í henni síðan. Hann var oddviti hreppsins frá árinu 1965. — íbúatölur hreppsins og fjöldi jarða gefur til kynna, að margt fólk hafi verið til heimilis á hverju býli í hreppnum? ,,Já, á sumum jörðunum var margbýli, og saman bjuggu fleiri en ein fjölskylda á okkar vísu. Til var það, að búið var í seljum, t.d. í Svínanesseli. Þegar ég man eftir mér, bjó þar Kristján Sigfússon, og líklega hefur hann búið þar eitthvað fram yfir 1925. Áreiðanlega var víðar búið í seljum áður fyrr. Fólk stundaði bú- skap, en var líka til sjós, t.d. á skútum frá Flat- ey.” ,,Já, á sumum jörðunum var margbýlt...." 20 SVEITARSTJÓRNARMÁL

x

Sveitarstjórnarmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.