Sveitarstjórnarmál

Árgangur

Sveitarstjórnarmál - 01.02.1988, Blaðsíða 14

Sveitarstjórnarmál - 01.02.1988, Blaðsíða 14
KYNNING SVEITARFÉLAGA Seglprúðir bátar í Sviðnavör á öndverðri 20. öld. Kletturinn heitir Kastali. Vörðuna hlóð hinn nafnkunni bátasmiður Úlafur Teitsson (19. öld), tengdasonur Eyjóifs Einarssonar, eyjajarls. Ljósmyndasafnið á myndina. Reykhólahrepps eldri langstærstur, enda hefur hann verið kenndur við umhverfi Aþenuborgar af málsmetandi mönnum og nefndur Attika fslands. Úr Reykhólahreppi eldri eru skáldin og rithöfundarnir Ingimundur prestur Einarsson (12.öld), Svartur Þórðarson á Hofstöðum (15. öld) og nítjándu aldar höfundarnir Gestur Páls- son, Jón Thoroddsen og Matthías Jochumsson. íbúafjöldi í Reykhólahreppi eldri mun aldrei hafa farið að ráði yfir 400 manns. Hinir hrepp- arnir á svæðinu hafa lagt sitt af mörkum. Hallfríður (Halla) Eyjólfsdóttir var úr Geira- dalshreppi. Oddur Breiðfirðingur (Oddur skáldaskrauti) var væntanlega úr Gufu- dalshreppi, en líkur benda til, að hann hafi verið sonur Guðmundar (eða Sigmundar) Gull- Þórissonar. Hrólfur af Skálmarnesi var úr Múla- hreppi og þau Eggert skáld Ólafsson og systurnar Herdís og Ólína Andrésdætur úr Flat- eyjarhreppi. Ýmsa fleiri mætti nefna, en hér verður látið staðar numið. Eggert samdi ,,ísland ögrum skorið” og Matthías ,,Ó, Guð vors lands”, en þessi ljóð syngja íslendingar á mestu hátíðarstundunum. Matthías samdi auk þess ljóð, sem ýmis héruð hafa gert að bypgðarsöngvum. Hið þekkta ljóð „Útnesjamenn” er eftir Ólínu Andrésdóttur. Fyrrnefnd skáld ortu þó ekki ljóð, sem gegnt hafa sama hlutverki fyrir heimahagana. Matthías virðist raunar hafa ætlað að bæta úr þessu, er hann fór um fornar slóðir árið 1913, þá tæplega áttræður að aldri. Hann samdi allmörg góð ljóð í þessari ferð, en arnsúgurinn var að vonum tekinn að dvína. Jón Thoroddsen bætti um betur, en ljóð hans „Barmahlíð” („Hlíðin mín fríða”) hæfir byggðinni mjög vel. Jón lýsir einnig vorinu á Reykhólum ágætlega í Ijóðinu „Nú vorið er komið og grundirnar gróa”. Hann er höfundur skáldsagnanna „Piltur og stúlka” og „Maður og kona”. Tekið skal fram, að sjón- armið Snæbjarnar Kristjánssonar, sævíkingsins í Hergilsey, hefur verið haft til hliðsjónar við gerð þessarar skáldaskrár, en hann taldi ákveðinn mann ekki vera Breiðfirðing vegna þess, að afi mannsins var aðfluttur að norðan. Vísindamenn eru færri. Telja ber þó Eggert 8 SVEITARSTJÓRNARMÁL
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.