Sveitarstjórnarmál - 01.02.1988, Side 59
LANDSHLUTASAMTÖKIN
stjóri á Skagaströnd, mælti fyrir áliti
fjárhags- og laganefndar þingsins,
sem lagöi til, að ársreikningar sam-
bandsins yröu samþykktir svo og
fjárhagsáætlun, og var svo gert.
Jón Guðmundsson, oddviti
Hofshrepps, kynnti álit byggða- og
strjálbýlisnefndar. f samþykktinni,
sem gerð var að tillögu nefndarinn-
ar, lýsir þingið þeirri skoðun sinni, að
aðgerðir, sem raska núverandi bú-
setu í sveitum, séu ekki síður sveit-
arstjórnarmálefni en verkefni for-
ustumanna landbúnaðarins. Lögð er
áherzla á, að hlutaðeigandi sveitar-
stjómir verði umsagnaraðilar um
sölu eða leigu fullvirðisréttar og að
kannað sé, hvemig sveitarfélögin
geti bezt tryggt réttarstöðu sína.
Varað er við skipulagslausum sam-
drætti í búvöruframleiðslu og fjórð-
ungsstjórn falið að beita sér fyrir
samstarfi sveitabyggða og þéttbýlis
um leiðir til að draga úr áhrifum sam-
dráttarins í sveitum á atvinnuþróun
þéttbýiis, þar sem afurðavinnsla og
þjónusta við bændur er veigamikill
þáttur atvinnulífsins. Samhliða verði
unnið markvisst að nýrri atvinnuupp-
byggingu í sveitum.
Bjarni Þór Einarsson, bæjarstjóri á
Húsavík, fylgdi úr hlaði áliti atvinnu-
málanefndar þingsins. Þar er m.a.
mælt með skipulegri áætlun um
dreifingu stjórnsýslukerfis, fjármála-
og bankakerfis svo og dreifingu
samfélagsstofnana til þéttbýlisstaöa
á landsbyggðinni til þess að færa
vald og ákvarðanatöku frá höfuð-
borgarsvæðinu út á land. Aukinni
landshlutaskiptingu verði komið á í
starfsemi stofnana og heildarsam-
taka, sem starfa á landsvísu á sviði
viðskipta- og atvinnulífs, og unnið
verði að stofnun þróunar- og fjár-
festingarfélaga í landshlutunum.
Sigríður Stefánsdóttir, bæjarfull-
trúi á Akureyri, reifaði tillögur menn-
ingarmálanefndar, sem þingið gerði
að ályktunum sínum. Fagnað er
þeim áfanga í menntamálum lands-
byggðarinnar, að hafin skuli regluleg
háskólakennsla á Akureyri. Bent er á
starfsemi deildar Ríkisútvarpsins á
Akureyri til fyrirmyndar um, hvernig
unnt sé að flytja út á land störf, sem
áður hafi verið unnin í Reykjavík.
Skorað er á sveitarfélög á Norður-
landi og á menntamálaráðuneytið
að styrkja Menningarsamtök Norð-
lendinga til þess að koma á reglu-
lega menningarhátíð á Norðurlandi,
og lýst er yfir stuðningi við þá skóla-
stefnu, sem fylgt hefði verið í fjórð-
ungnum og miðast við að framfylgja
gildandi grunnskólalögum. Þegar
verði fullnægt þörf fyrir stuðnings-
og sérkennslu og staðið við skuld-
bindingar ríkisins varðandi upp-
byggingu skólahúsnæðis.
Frá 29. fjóróungsþingi Norðlendinga, sem haldid var i iþróttahúsinu á Dalvik 26. og 27.
ágúst 1987. Ljósm. Jóhann Ú. Halldórsson.
Kosning stjórnar fór ekki fram á
þessu þingi, því hún hafði verið kos-
in til tveggja ára á síðasta fjórðungs-
þingi. Á hinn bóginn voru kosnir tveir
endurskoðendur til eins árs og fjórir
fulltrúar á aðalfund Landsvirkjunar.
Þingið sátu 77 kjörnir fulltrúar og
54 gestir eða samtals 131 þingfull-
trúi.
Að loknu þinghaldi buðu Dalvíkur-
bær, Svarfaðardals-, Hriseyjar- og
Árskógshreppur þingfulltrúum til
kvöldverðarhófs í félagsheimilinu
Víkurröst.
I þinglok bauð Adolf Berndsen,
oddviti á Skagaströnd, að næsta
fjórðungsþing yrði haldið í Austur-
Húnavatnssýslu.
SSÍS
* Venjulegirofnar
* Handklæðaslár
*Tauþurrkarar
HF.OFNASMIÐJAN
VLL*' SÖLUDEILD
HÁTEIGSVEGI7 S: 21220
SVEITARSTJÓRNARMÁL 53