Sveitarstjórnarmál

Årgang

Sveitarstjórnarmál - 01.02.1988, Side 51

Sveitarstjórnarmál - 01.02.1988, Side 51
IIEILBRIGÐISMÁL Fjórdungssjúkrahúsið á Akureyri. röntgendeilda og slysadeilda til endurskoðunar. Allmikið hefur verið unnið að þessu að undanförnu, og er þess að vænta, að innan tíðar verði gerð grundvallarbreyting á röntgentaxta. Flokkun röntgenrannsókna er nú komin til ára sinna og mjög brýnt að endurskoða flokkunina. Sama er að segja um taxta og flokkun slysastofuaðgerða. Sú flokkun, sem gilt hefur um langt árabil, er orðin æði úrelt, og hefur líka verið samþykkt að taka mál það til gagngerrar endurskoðunar. Það er þó ekki komið jafnlangt og endurskoðun á röntgenflokkun. Föst fjárlög Síðla árs 1985 var að því unnið í heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytinu að færa sjúkrahús sveitarfélaga á föst fjárlög. Var það gert án vitundar landssambandsins. Það var ekki fyrr en fjárlagafrumvarp fyrir 1986 var lagt fram, að sjá mátti, að gert var ráð fyrir, að 15 sjúkrahús flyttust af daggjaldakerfi yfir á fjárlagakerfi. í októbermánuði 1985 ritaði landssambandið bréf til allra sjúkrahúsa, sem fyrirhugað var að flytja á fjárlög, þar sem vakin var athygli á því, hvernig að málum væri staðið. Viðbrögð þeirra, er fengu þetta bréf, voru mjög á einn veg. Þessum vinnubrögðum var mjög harðlega mótmælt. í nóvembermánuði 1985 bárust stjórn landssambandsins margar formlegar ályktanir frá sveitarstjórnum og stjórnum sjúkrahúsa, þar sem þessu var mótmælt. Ákveðið var að boða sambandsaðila til fundar um þessi mál í byrjun desembermánaðar. Fundurinn var haldinn 6. desember á Hótel Sögu. Fundurinn var mjög vel sóttur. Auk fulltrúa frá viðkomandi sjúkrahúsum sóttu fundinn ráðherra heilbrigðismála, hagsýslustjóri, formaður Sambands íslenzkra sveitarfélaga og fleiri. í framsöguerindi ræddi formaður um aðdraganda þessa máls, um fjármögnunarkerfi spítalanna frá upphafi og hvernig að því væri staðið að færa spítalana á föst fjárlög. Kom þar m.a. fram, að ekkert samráð hafði verið haft við viðkomandi sveitarfélög eða eigendur sjúkrahúsanna um þessa breytingu. í máli ráðherra kom fram, að hann kvað sér vera það mjög vel ljóst, að verkaskipting ríkis og sveitarfélaga væri ákveðið vandamál og að sjúkrahúsin hefðu vissulega ekki farið varhluta af því. Hins vegar kom fram í máli hans, að hann teldi ekki verulegan grundvallarmun á þeim tveimur fjármögnunarkerfum, sem rætt væri um, þ.e.a.s. daggjaldakerfi og föstu fjárlagakerfi. Síðan lýsti ráðherrann því yfir, að hann væri tilbúinn til þess að beita sér fyrir frestun á þessari framkvæmd, t.d. um eitt ár. Ráðherra tjáði sig jafnframt tilbúinn til þess að setja upp viðræðuhóp um málið til þess að vinna að því í samvinnu við ráðuneytið. I framhaldi af máli ráðherra og annarra var samþykkt einróma svofelld ályktun: „Fundur í Landssambandi sjúkrahúsa á íslandi, haldinn á Hótel Sögu 6. desember 1985, fagnar þeirri yfirlýsingu heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra, að hann muni beita sér fyrir þvi, að frestað verði framgangi tillagna um að færa 15 sjúkrahús sveitarfélaga af daggjöldum á föst fjárlög og að nota skuli næsta ár til þess að undirbúa umrædda breytingu gaumgæfilega í samráði við stjórnendur sjúkrahúsanna." Ráðherra skipaði síðan nefnd til þess að vinna að undirbúningi málsins. Nefndin kannaði fjölda stöðugilda hvers sjúkrahúss og launakostnað. Frá afmætislundi Landssambands sjúkrahúsa á ísafirði. SVEITARSTJÓRNARMÁL 45

x

Sveitarstjórnarmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.