Sveitarstjórnarmál - 01.02.1988, Síða 20
KYNNING SVEITARFÉLAGA
Útlitsmynd af grunnskólahúsinu á Reykhólum. Uppdráttinn gerði Jósef J. Reynis, arkitekt, sem teiknaði skóiahúsið.
1951. Ákveðið var, að stór hluti heimatúnsins
yrði skipulagður fyrir einbýlishús með rúmgóð-
um lóðum, 1200—1600 ferm. að stærð, með
nýrri kirkju, skóla, stórum skrúðgarði, iðnaðar-
húsi, verzlun og verkstæði. Tekið var frá svæði
undir flugvöll. Samþykkt var, að smábýli fengju
einn eða hálfan annan ha lands, en prestssetur,
læknissetur og skólasetur fengi 5 ha hvert.
Samþykkt var að skipuleggja gróðurhúsa- og
garðræktarhverfi. Undir þessa fundargerð
rituðu Gísli Jónsson, Pálmi Einarsson, Helgi
Elíasson, Jón Pálmason og Ásmundur Sigurðs-
son. Skipulagsnefnd ríkisins ákvað síðan skipu-
lag Reykhóla, og ráðherra staðfesti það hinn 3.
marz 1952.
Landnámsstjóri ræsti fram allan vesturhelm-
ing Reykhólalands og stofnaði þar nýbýlið
Mávavatn. Landamerkjum nýbýlisins Grundar
var breytt og þeim hagrætt. Þriðja nýbýlið,
Seljanes, var stofnað á Barmahlíð. Áð Til-
raunastöðinni meðtaldri urðu Reykhólar fjögur
býli. Auk embættismanna úthlutaði land-
námsstjóri fjórum erfðafestulöndum, 4,5 ha
hverju, og því fimmta síðar, því margir höfðu
áhuga á bólfestu. Urðu ellefu fjölskyldur
heimilisfastar á Reykhólum að svo búnu.
Áfram er unnið
Þrátt fyrir þann góða árangur, sem náðst hafði
með skipulag Reykhóla, Tilraunastöðina og
framvindu smábýlanna á vegum Landnámsins,
lágu skólamálin enn á lítilli hreyfingu, ennfrem-
ur nýting jarðhitans og hlunnindanna. Eftir 1954
skipaði landbúnaðarráðherra framkvæmdanefnd
fyrir landnámsstjóra. í nefndinni voru með
Pálma Einarssyni, landnámsstjóra, þeir Tómas
Sigurgeirsson og Játvarður Jökull Júlíusson,
þáv. oddviti Reykhólahrepps. Áratug síðar var
enn á ný sett á stofn önnur Reykhólanefnd. Þá
nefnd skipuðu þeir Aðalsteinn Eiríksson, fjár-
málaeftirlitsmaður skóla, Játvarður Jökull,
Jóhann Jónsson, oddviti, Jóhannes Árnason,
sýslumaður, og Hjörtur Hjálmarsson, skóla-
stjóri á Flateyri. Skriflegar upplýsingar eru ekki
fyrirliggjandi hjá greinarhöfundi, en samkvæmt
viðtölum við nefndarmenn var margt tekið til
skoðunar og ítarleg greinargerð send við-
komandi ráðuneyti. Tvennt bar hæst í tillögum
þeirra, er náði fram að ganga. Það var hug-
myndin um þang- og þaraverksmiðju og
samvinna hreppanna í Austur-
Barðastrandarsýslu um byggingu heima-
vistarskóla.
Skólahaldá Reykhólum
Farskólahaldi í Reykhólahreppi lauk árið
1947. Árið 1948 hefst fastur skóli á Reykhólum.
Þá er Jens Guðmundsson kominn til starfa og
hefur unnið þar ósleitilega að kennslumálum
síðan. Fyrst var kennt í húsnæði Til-
raunastöðvarinnar, en síðan var byggð upp
aðstaða við nýbyggða sundlaug (1945—1947),
og þar höfðu skólastjórahjónin heima-
vistaraðstöðu við mjög þröngan húsakost.
Síðan var reist skólastjóraíbúð 1951 og skóla-
hús., 100 ferm. á tveimur hæðum, fyrir Reyk-
hólahrepp einan 1956. Smíði fyrri áfanga nú-
verandi skólahúss hófst á miðju ári 1970.1 þeim
14 SVEITARSTJÓRNARMÁL