Sveitarstjórnarmál

Árgangur

Sveitarstjórnarmál - 01.02.1988, Blaðsíða 33

Sveitarstjórnarmál - 01.02.1988, Blaðsíða 33
SAMEINING SVEITARFÉLAGA Fliótin einn hreppur frá 1. aprfl? Stefnt er aö því, að Haganes- hreppur og Holtshreppur í Fljótum í Skagafirði verði einn hreppur frá 1. apríl næstkomandi, að því er Val- berg Hannesson, skólastjóri í Sól- görðum og oddviti Haganeshrepps, hefur tjáð Sveitarstjórnarmálum. Er þá ætlunin, að hinum sameinaða hreppi hafi verið kosin ný hreppsnefnd. Eindregin viljayfirlýsing liggur fyrir frá íbúum beggja hrepp- frá anna, sem fram kom i atkvæða- greiðslu, sem fram fór samtímis í báðum hreppunum 27. desember sl., og hvorutveggja hreppsnefndirn- ar hafa samþykkt að viðhöfðum tveimur umræðum í hvorri að sam- eina hreppana. i atkvæðagreiðslunni um samein- inguna 27. desember urðu úrslit í hreppunum þessi: ( Haganeshreppi voru 37 íbúanna meðmæltir, en 5 andvígir. Á kjörskrá voru 63. ( Holtsheppi voru einnig 37 meðmæltir sameiningu, en 13 and- vígir. Tveir atkvæðaseðlar voru auðir eða ógildir. (Haganeshreppi voru hinn 1. des- ember sl. 77 íbúar og í Holtshreppi 99 íbúar samkvæmt bráðabirgðatöl- um Hagstofu (slands, eða samtals 176 íbúar í hreppunum báðum. Hreppar þessir, sem sameigin- lega ná yfir „Rjótin" og eru oft kall- aðir svo sameiginlega, voru einn hreppur til ársins 1897, er Holts- hreppi var skipt í tvo hreppa, Haga- neshrepp og Holtshrepp. Holts- hreppur mun fyrir þann tíma einnig hafa verið kallaður ,,Fljótahreppur“. Aðskilnaður hreppanna hefur því varað í rétt 90 ár. Samhliða hreppsnefndarkosning- um árið 1982 fór fram skoðana- könnun í báðum hreppunum um viðhorf íbúanna til sameiningar hreppanna, og kom þá fram sá vilji, að byggðarlagið yrði eitt sveitarfé- lag. Frá því í fyrrasumar hefur starfað viðræðunefnd skipuð tveimur fullrú- um hvorrar hreppsnefndar til þess að ræða sameininguna, og er hún einhuga um fyrirkomulag samein- ingarinnar. Einnig hefur nú verið haldinn sameiginlegur fundur beggja hreppsnefndanna, og er nú unnið að undirbúningi að kosningu hreppsnefndar, sem væntanlega gæti tekið til starfa 1. apríl, ef ekki kæmi til þeim mun verra veðurfar eða annað það, sem hamlað gæti þeim ásetningi hreppsnefndanna, að sameiningin fari fram í aprílbyrjun. Um það ríkir ágætt samstarf, sagði Valberg Hannesson, oddviti, í sam- tali við tímaritið. Hrepparnir hafa um langa hríð haft með sér nána samvinnu og reka sameiginlegan grunnskóla i Sól- görðum, en þeir, einir hreppa Skagafjarðarsýslu, eiga samstarf við Siglufjarðarkaupstað um heils- ugæzlu. Að öðru leyti eiga þeir sam- starf við aðra hreppa Skagafjarðar- sýslu á ýmsum sviðum. Ungmenna- félag og kvenfélag er sameiginlegt í Austur- og Vestur-Fljótum, eins og hrepparnir eru stundum kallaðir, og Skíðafélag Fljótamanna nær yfir báða hreppana. I 5. tbl. 1984 var í samtali sagt rækilega frá byggðarlaginu undir fyrirsögninni ,,Fljótahreppur“. Uppdrátturinn sýnir Haganeshrepp og Holtshrepp eða Austur-Fljót og Vestur-Fljót, eins og hreppamir munu oft kallaðir. Einnig eru sýnd býli i hreppunum. Uppdráttinn gerði Lilja Karlsdóttir i Byggðastofnun fyrir Sveitarstjómarmát. SVEITARSTJÓRNARMÁL 27
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.