Sveitarstjórnarmál

Volume

Sveitarstjórnarmál - 01.02.1988, Page 33

Sveitarstjórnarmál - 01.02.1988, Page 33
SAMEINING SVEITARFÉLAGA Fliótin einn hreppur frá 1. aprfl? Stefnt er aö því, að Haganes- hreppur og Holtshreppur í Fljótum í Skagafirði verði einn hreppur frá 1. apríl næstkomandi, að því er Val- berg Hannesson, skólastjóri í Sól- görðum og oddviti Haganeshrepps, hefur tjáð Sveitarstjórnarmálum. Er þá ætlunin, að hinum sameinaða hreppi hafi verið kosin ný hreppsnefnd. Eindregin viljayfirlýsing liggur fyrir frá íbúum beggja hrepp- frá anna, sem fram kom i atkvæða- greiðslu, sem fram fór samtímis í báðum hreppunum 27. desember sl., og hvorutveggja hreppsnefndirn- ar hafa samþykkt að viðhöfðum tveimur umræðum í hvorri að sam- eina hreppana. i atkvæðagreiðslunni um samein- inguna 27. desember urðu úrslit í hreppunum þessi: ( Haganeshreppi voru 37 íbúanna meðmæltir, en 5 andvígir. Á kjörskrá voru 63. ( Holtsheppi voru einnig 37 meðmæltir sameiningu, en 13 and- vígir. Tveir atkvæðaseðlar voru auðir eða ógildir. (Haganeshreppi voru hinn 1. des- ember sl. 77 íbúar og í Holtshreppi 99 íbúar samkvæmt bráðabirgðatöl- um Hagstofu (slands, eða samtals 176 íbúar í hreppunum báðum. Hreppar þessir, sem sameigin- lega ná yfir „Rjótin" og eru oft kall- aðir svo sameiginlega, voru einn hreppur til ársins 1897, er Holts- hreppi var skipt í tvo hreppa, Haga- neshrepp og Holtshrepp. Holts- hreppur mun fyrir þann tíma einnig hafa verið kallaður ,,Fljótahreppur“. Aðskilnaður hreppanna hefur því varað í rétt 90 ár. Samhliða hreppsnefndarkosning- um árið 1982 fór fram skoðana- könnun í báðum hreppunum um viðhorf íbúanna til sameiningar hreppanna, og kom þá fram sá vilji, að byggðarlagið yrði eitt sveitarfé- lag. Frá því í fyrrasumar hefur starfað viðræðunefnd skipuð tveimur fullrú- um hvorrar hreppsnefndar til þess að ræða sameininguna, og er hún einhuga um fyrirkomulag samein- ingarinnar. Einnig hefur nú verið haldinn sameiginlegur fundur beggja hreppsnefndanna, og er nú unnið að undirbúningi að kosningu hreppsnefndar, sem væntanlega gæti tekið til starfa 1. apríl, ef ekki kæmi til þeim mun verra veðurfar eða annað það, sem hamlað gæti þeim ásetningi hreppsnefndanna, að sameiningin fari fram í aprílbyrjun. Um það ríkir ágætt samstarf, sagði Valberg Hannesson, oddviti, í sam- tali við tímaritið. Hrepparnir hafa um langa hríð haft með sér nána samvinnu og reka sameiginlegan grunnskóla i Sól- görðum, en þeir, einir hreppa Skagafjarðarsýslu, eiga samstarf við Siglufjarðarkaupstað um heils- ugæzlu. Að öðru leyti eiga þeir sam- starf við aðra hreppa Skagafjarðar- sýslu á ýmsum sviðum. Ungmenna- félag og kvenfélag er sameiginlegt í Austur- og Vestur-Fljótum, eins og hrepparnir eru stundum kallaðir, og Skíðafélag Fljótamanna nær yfir báða hreppana. I 5. tbl. 1984 var í samtali sagt rækilega frá byggðarlaginu undir fyrirsögninni ,,Fljótahreppur“. Uppdrátturinn sýnir Haganeshrepp og Holtshrepp eða Austur-Fljót og Vestur-Fljót, eins og hreppamir munu oft kallaðir. Einnig eru sýnd býli i hreppunum. Uppdráttinn gerði Lilja Karlsdóttir i Byggðastofnun fyrir Sveitarstjómarmát. SVEITARSTJÓRNARMÁL 27

x

Sveitarstjórnarmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.