Sveitarstjórnarmál

Árgangur

Sveitarstjórnarmál - 01.02.1988, Blaðsíða 49

Sveitarstjórnarmál - 01.02.1988, Blaðsíða 49
HEILBRIGÐISMÁL Jóhannes Pálmason, formaður Landssambands sjúkrahúsa: Landssamband sjúkrahúsa á íslandi 25 ára Málefni sjúkrahúsa hafa mikið verið til umfjöllunar á undanförnum árum. Það er því full ástæða til að fara nokkrum orðum um starfsemi Landssambands sjúkrahúsa á þessum tímamótum og gera grein fyrir því, sem hæst ber í starfi þess. Grein þessi er að stofni til ræða, sem flutt var á aðalfundi sambandsins á ísafirði sl. sumar. Áriðl987voru 25 ár frástofnun Landssambands sjúkrahúsa á Islandi. Stofnfundurinn var haldinn laugardaginn 17. nóv. 1962 í Reykjavík. Fundinn sátu fulltrúar frá Borgarspítalanum í Reykjavík og frá sjúkrahúsunum á Akranesi, Patreksfirði, ísafirði, Sauðárkróki, Akureyri, Húsavík, Neskaupstað, Selfossi, í Hafnarfirði og í Keflavík. Björgvin Sæmundsson, bæjarstjóri á Akranesi, stjórnaði fundinum og lýsti aðdraganda að stofnun sambandsins. Hann var sá, að á fundi forstöðumanna sjúkrahúsa, sem haldinn hafði verið í október sama ár, var kosin undirbúningsnefnd til þess að vinna að stofnun Landssambands sjúkrahúsa. í þeirri nefnd áttu sæti: Björgvin Sæmundsson, Akranesi; Sveinn Jónsson, Keflavík, og Teitur Eyjólfsson, Selfossi. Að lokinni framsöguræðu Björgvins voru almennar umræður, og tóku þar margir til máls. Voru allir sammála um nauðsyn þess að stofna sambandið til þess að vinna að sameiginlegum hagsmunamálum sjúkrahúsanna í landinu. Á þessum árum var sjúkrahúsreksturinn kominn í mikið óefni. Daggjaldi Landspítalans hafði verið haldið niðri um langt skeið. Hafði það þau áhrif, að sjúkrahús ýmissa sveitarfélaga sátu uppi með allt að 4o% halla í rekstri án þess að fá hann greiddan. Til dæmis má geta þess, að samkvæmt fjárhagsáætlun sjúkrahússins í Keflavík fyrir árið 1963 var gert ráð fyrir, að kostnaður á hvern legudag yrði um 3oo kr., en legudagagjald og ríkisstyrkur var kr. 2o5.- á dag. Þannig var áætlaður rekstrarhalli sjúkrahússins nálægt einni millj. kr. Á sama hátt kom fram hjá Akureyringum, að árið 1954 hefði ríkisstyrkur numið 29,2% af rekstrarkostnaði sjúkrahússins þar, en árið 196o aðeins 13,8%. Þetta sýndi að mati ræðumanns, hversu brýn nauðsyn væri á leiðréttingu þessara mála sem allra fyrst. Á stofnfundinum voru samþykkt lög fyrir sambandið, og sagði þar í 3. gr. laganna, að markmið sambandsins væri að efla samstarf sjúkrahúsanna og standa vörð um hagsmuni þeirra. Þetta er enn í dag markmið sambandsins, en í 2. gr. laga þess segir svo um tilgang þess: a. að efla samstarf sjúkrahúsanna og standa vörð um hagsmuni þeirra, b. að koma fram fyrir og gæta hagsmuna sambandsaðila gagnvart heilbrigðisstjórn og öðrum, sem þeir eiga viðskipti við, c. að gangast fyrir upplýsingastarfsemi í þágu stofnananna í því skyni að ná fram hagkvæmni í rekstri og betri þjónustu. Síðan stofnfundurinn var haldinn, hefur mikið vatn runnið til sjávar, þótt 25 ár séu ef til vill ekki langur tími í sögu sjúkrahúsa. Þegar ég hef gluggað í SVEITARSTJÓRNARMÁL 43
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.