Sveitarstjórnarmál

Årgang

Sveitarstjórnarmál - 01.02.1988, Side 50

Sveitarstjórnarmál - 01.02.1988, Side 50
HEILBRIGÐISMÁL pappíra landssambandsins að undanförnu og skoðað fundargerðir frá þessum fyrstu árum þess, sé ég ekki betur en að verkefni sambandsins nú séu enn þau sömu, þótt með öðrum áherzlum sé. Nú eiga 28 sjúkrahús aðild að Landssambandi sjúkrahúsa, en þær stofnanir geta orðið sambandsaðilar, sem fullnægja 4. kafla laga um heilbrigðisþjónustu frá 1983. Ríkisspítalar eiga því miður ekki ennþá aðild að samtökunum, en vonandi verður þar fljótlega breyting á. Viðræður hafa farið fram við forráðamenn Ríkisspítala um aðild þeirra, en af ýmsum ástæðum, sem of langt mál yrði að rekja hér, töldu Ríkisspítalar sér ekki fært að gerast aðilar að Landssambandi sjúkrahúsa, þegar það var stofnað á árinu 1962. Á stofnfundinum 1962 var Björgvin Sæmundsson kosinn formaður landssambandsins, og gegndi hann því embætti til ársins 1971, er Haukur Benediktsson tók við. Haukurgegndi formannsstarfi í sambandinu til ársins 1985, þegar undirritaður tók við. Aðrir í stjórn eru: Björn Ástmundsson, Reykjalundi; Hafsteinn Porvaldsson, Selfossi; Ólafur Erlendsson, Húsavík, og Sæmundur Hermannsson, Sauðárkróki. Útgáfa fréttabréfs Landssambandið hóf útgáfu fréttabréfs árið 1984, og hafa komið út alls 6 fréttabréf síðan. Misjafnlega hefur gengið að halda fréttabréfi þessu úti. í fréttabréfunum hefur verið vikið að málefnum Sjúkrahúsið á Akranesi. spítalanna á ýmsan hátt. Þar hefur verið fjallað um hagræðingu í rekstri, innkaupamál spítalanna, hjúkrunarfræðingaskort, daggjaldamál, rekstrarform sjúkrahúsanna, samvinnunefnd sjúkrahúsa og fl. Á það hefur skort, að aðilar að sambandinu tjái sig á vettvangi fréttabréfsins. Ég vil nota þetta tækifæri til þess að hvetja sveitarstjórnarmenn til þess að skrifa í fréttabréfið eða í Sveitarstjórnarmál um málefni sjúkrahúsanna, því af nógu er að taka. Fréttabréfið hefur farið víða. Því hefur verið dreift til þingmanna og ráðuneytis, og auk þess er það sent á öll sjúkrahús landsins. Daggjaldamál Daggjaldanefnd ákveður nú daggjöld fyrir samtals 35 stofnanir, auk dvalarheimila fyrir aldraða, en 18 sjúkrahús eru nú rekin á föstum fjárlögum, en 13 sjúkrahús færðust yfir á það kerfi frá 1. janúar 1987, og verður komið að því hér á eftir. Þær stofnanir, sem daggjaldanefnd ákvarðar daggjöld fyrir, eru sjúkrastofnanir ýmissa sveitarfélaga, sem og sjálfseignarstofnanir og einkastofnanir. Störf daggjaldanefndar hafa á sl. 2 árum verið í föstu formi. Lítið hefur áunnizt í því að fá endurskoðað grunngjald stofnananna. Einvörðungu hefur verið tekið tillit til rekstrarhækkana, sem rekja má til verðlagsþróunar á þessu tímabili. Þó er þess að geta, að samþykkt hefur verið að taka taxta og gjaldflokka 44 SVEITARSTJÓRNARMÁL

x

Sveitarstjórnarmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.