Sveitarstjórnarmál

Árgangur

Sveitarstjórnarmál - 01.02.1988, Blaðsíða 50

Sveitarstjórnarmál - 01.02.1988, Blaðsíða 50
HEILBRIGÐISMÁL pappíra landssambandsins að undanförnu og skoðað fundargerðir frá þessum fyrstu árum þess, sé ég ekki betur en að verkefni sambandsins nú séu enn þau sömu, þótt með öðrum áherzlum sé. Nú eiga 28 sjúkrahús aðild að Landssambandi sjúkrahúsa, en þær stofnanir geta orðið sambandsaðilar, sem fullnægja 4. kafla laga um heilbrigðisþjónustu frá 1983. Ríkisspítalar eiga því miður ekki ennþá aðild að samtökunum, en vonandi verður þar fljótlega breyting á. Viðræður hafa farið fram við forráðamenn Ríkisspítala um aðild þeirra, en af ýmsum ástæðum, sem of langt mál yrði að rekja hér, töldu Ríkisspítalar sér ekki fært að gerast aðilar að Landssambandi sjúkrahúsa, þegar það var stofnað á árinu 1962. Á stofnfundinum 1962 var Björgvin Sæmundsson kosinn formaður landssambandsins, og gegndi hann því embætti til ársins 1971, er Haukur Benediktsson tók við. Haukurgegndi formannsstarfi í sambandinu til ársins 1985, þegar undirritaður tók við. Aðrir í stjórn eru: Björn Ástmundsson, Reykjalundi; Hafsteinn Porvaldsson, Selfossi; Ólafur Erlendsson, Húsavík, og Sæmundur Hermannsson, Sauðárkróki. Útgáfa fréttabréfs Landssambandið hóf útgáfu fréttabréfs árið 1984, og hafa komið út alls 6 fréttabréf síðan. Misjafnlega hefur gengið að halda fréttabréfi þessu úti. í fréttabréfunum hefur verið vikið að málefnum Sjúkrahúsið á Akranesi. spítalanna á ýmsan hátt. Þar hefur verið fjallað um hagræðingu í rekstri, innkaupamál spítalanna, hjúkrunarfræðingaskort, daggjaldamál, rekstrarform sjúkrahúsanna, samvinnunefnd sjúkrahúsa og fl. Á það hefur skort, að aðilar að sambandinu tjái sig á vettvangi fréttabréfsins. Ég vil nota þetta tækifæri til þess að hvetja sveitarstjórnarmenn til þess að skrifa í fréttabréfið eða í Sveitarstjórnarmál um málefni sjúkrahúsanna, því af nógu er að taka. Fréttabréfið hefur farið víða. Því hefur verið dreift til þingmanna og ráðuneytis, og auk þess er það sent á öll sjúkrahús landsins. Daggjaldamál Daggjaldanefnd ákveður nú daggjöld fyrir samtals 35 stofnanir, auk dvalarheimila fyrir aldraða, en 18 sjúkrahús eru nú rekin á föstum fjárlögum, en 13 sjúkrahús færðust yfir á það kerfi frá 1. janúar 1987, og verður komið að því hér á eftir. Þær stofnanir, sem daggjaldanefnd ákvarðar daggjöld fyrir, eru sjúkrastofnanir ýmissa sveitarfélaga, sem og sjálfseignarstofnanir og einkastofnanir. Störf daggjaldanefndar hafa á sl. 2 árum verið í föstu formi. Lítið hefur áunnizt í því að fá endurskoðað grunngjald stofnananna. Einvörðungu hefur verið tekið tillit til rekstrarhækkana, sem rekja má til verðlagsþróunar á þessu tímabili. Þó er þess að geta, að samþykkt hefur verið að taka taxta og gjaldflokka 44 SVEITARSTJÓRNARMÁL
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.