Sveitarstjórnarmál - 01.02.1988, Síða 21
KYNNING SVEITARFÉLAGA
Frá jólaskemmtun í Reykhólaskóla.
Ljósm. Steinunn Ó. Rasmus, skólastjóri.
áfanga voru heimavistir, íbúðir og mötuneyti,
285 fermetrar á þremur hæðum. Aðalkennslu-
álman var byggð tæpum áratugi síðar. Að þessum
framkvæmdum stóðu allir hreppar Austur-
Barðastrandarsýslu nema Múlahreppur. Fram-
kvæmdir þessar hvíldu á skólastjóranum, en mest
þó á þáverandi oddvitum, Inga Garðari Sigurðs-
syni, tilraunastjóra, sem var oddviti 1966—1978,
og á Vilhjálmi Sigurðssyni, sem var oddviti
1978—1986.
Eins og fyrr er greint frá, sinnti löggjafinn
lítið skólamálum héraðsins fram undir 1970.
Þrátt fyrir það létu heimamenn ekki deigan síga.
Strax upp úr 1950 var hafinn rekstur ungl-
ingaskóla, sem stóð fram til 1969. Allir
embættismenn staðarins með aðstoð annarra
heimamanna tóku sig saman og greiddu úr öllum
vandamálum, því lítill opinber styrkur fékkst.
Skólinn var rekinn á faglegri og fjárhagslegri
ábyrgð Sigurðar Elíassonar, tilraunastjóra, og
síðar sr. Þórarins Þórs, en með einhverjum
ríkisstyrk. Skólinn var fyrst til húsa í Til-
raunastöðinni, en síðar á heimili sóknarprests-
ins. Nemendafjöldinn náði tveimur tugum,
þegar flest var. Nú eru í Reykhólaskóla 57
nemendur, þar af 7 í skólaseli í Króksfjarðarnesi.
Nýtingjarðhitans
Margir hverir og mismunandi heitar upp-
sprettur eru kringum hólana á Reykhólum, og
ber staðurinn því nafn með rentu. Flestar eiga
laugarnar sitt nafn, og er áður getið um Grettis-
laug. Frá þeim féllu áður volgir lækir til sjávar,
og í einum þeirra er lítill hver, kallaður Fríður,
þar sem ungir og gamlir suðu sér egg á vorin.
Þegar læknisbústaðurinn var reistur á Reyk-
hólum á árinu 1929, var lögð í húsið hitaveita,
og frá þeim tíma voru öll hús á staðnum hituð
upp með hveravatni, sem hver húsbyggjandi
sótti í næsta hver.
Á árinu 1947 byggði Ungmennasamband
Norður-Breiðfirðinga sundlaug á Reykhólum,
sem þá þótti veglegt mannvirki. Laugin er 25 x 8
metrar að stærð, og í henni hefur sund verið
kennt síðan. Á sumrum er hún opin um miðjan
dag og á kvöldin heimafólki og ferðamönnum til
afnota.
Þegar núverandi skólahús var reist á árinu
1970 var lagður í það hiti úr borholu, sem boruð
var á vegum hreppsins. íbúðarhús á staðnum
voru síðan tengd við þessa lögn, og var þetta
upphaf sameiginlegrar hitaveitu. Býlin í hreppn-
um hafa einnig verið tengd hitaveitunni, fyrst
Miðhús, árið 1982, síðan Grund, á árinu 1985 og
loks Mávatún, sem fékk hita frá samveitunni sl.
haust. Tilraunastöðin hefur sína eigin borholu
svo og Þörungaverksmiðjan hf. Að öðru leyti
eru öll hús á staðnum tengd hitaveitu, sem er
eign hreppsins, en með sjálfstæðu reikn-
ingshaldi. Oddviti hreppsins hefur jafnframt
verið hitaveitustjóri.
Pörungaverksmiðjan í Karlsey
Með lögum nr. 107/1972 var heimilað að hefja
undirbúning þörungavinnslu og verksmiðju-
byggingar að Reykhólum. Margvíslegar rann-
sóknir höfðu staðið yfir sl. tvo áratugi meðal
áhugamanna, en einkum hafði þó Sigurður V.
Hallsson, efnaverkfræðingur, þær með höndum.
Með samþykkt þessara laga komst fyrst fullur
sveitarstjórnarmAl 15