Sveitarstjórnarmál

Årgang

Sveitarstjórnarmál - 01.02.1988, Side 57

Sveitarstjórnarmál - 01.02.1988, Side 57
UMHVERFISMÁL kæmi færanleg brotajárnsvinnslu- stöö á staðinn. Vinnslustööin yrði útbúin sérhæföum tækjum til brotajárnsvinnslu, s.s. krönum, klippum og pressum. Þessi færan- lega vinnslustöö væri í stööugri hringferð um landiö og kæmi ef til vill oftar en einu sinni á ári til sumra staða, allt eftir umfangi brotajárnsins. Unniö brotajárn tilbúiö til út- flutnings væri síðan geymt, þar til útskipun færi fram. Skip á hring- ferö um landið safnaði saman pressuöum brotamálminum víðs vegar um landiö og flytti út til er- lends kaupanda. Brotajárniö væri allt pressað í teninga. Slíka ten- inga er auðvelt að flytja staö úr staö, vegna þess hve lítið fer fyrir þeim í flutningi og geymslu. Rétt er aö nefna eitt tæki, sem ef til vill væri rekstrargrundvöllur fyrir nú þegar. Tæki þetta er fær- anleg bíla- og brotajárnspressa af gerðinni HARRIS PB 24x28. Vélin tekur flök stærstu fólksbíla og pressar þau í snotra teninga, sem síöan er hægt aö flytja meö góðu móti til útskipunarsvæðis. Aö visu verður aö fjarlægja vélar úr bílflök- unum, áöur en þau eru pressuð í tækinu. Tækiö pressar einnig alls kyns smærra brotajárn í teninga. Vél sem þessi væri sérstaklega notadrjúg til sveita og þar sem sækja þyrfti stök bílhræ, til dæmis á sveitabæi. Þá væri mögulegt að láta venjulegan vörubíl fylgja pressunni og flytja samanþjapp- áöa teninga til útskipunarsvæöis. Færanleg pressa sem þessi kostar meö krana og öllu tilheyr- andi um þaö bil 18 milljónir króna. Vert er að íhuga, hvort ekki sé áhugi sveitarfélaga fyrir þess konar tæki. Starfræksla slíkrar pressu væri fyrsta skrefiö í átt aö markvissri hreinsunarherferö um landið. Fyrirtækiö, sem sæi um reksturinn, gæti veriö í eigu þeirra sveitarfélaga, sem brotajárn væri sótt til. Því fleiri meðeigendur aö fyrirtækinu, því hagkvæmari verö- ur reksturinn. í samanburöi við kostnað viö uröun brotamálma og meö tilliti til umhverfissjónarmiöa, þar meö talinn skemmri nýtingartími sorp- hauga og sóun verðmæta, er skipuleg söfnun, flokkun og vinnsla brotamálma meö réttum tækjabúnaöi álitlegur kostur til lausnar þess vanda, sem óhjá- kvæmilega hlýzt af úrgangsefnum samtímans - málmum. Kostnaður við meðhöndlun brotamálma er óhjákvæmilegur, hverjar svo sem aöferöirnar eru. Því er tímabært aö gera átak í þessu efni. Þaö er siðmenntaðri þjóö til skammar aö sóa verö- mætum, sem i úrgangsefnum fel- ast, í staö þess aö stuðla aö endurvinnslu þeirra. Rétli tímiiui til reiknivélakaupa. Mildd úrval. Lækkað verð. Canon >l<rifvélin hf Suðurlandsbvraut 12, S.685277og 685275 SVEITARSTJÓRNARMÁL 51

x

Sveitarstjórnarmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.