Sveitarstjórnarmál

Árgangur

Sveitarstjórnarmál - 01.02.1988, Síða 35

Sveitarstjórnarmál - 01.02.1988, Síða 35
STJÓRNSÝSLA — —i____________________ ______i_________ Nelndir Nelndir Stjórnkerfi héraðsnefndarinnar. Nefndir Samhliða nákvæmari fjárhags- áætlunargerð er ætlunin að leggja ríkari áherzlu á stefnumótandi áætl- unargerð til lengri tíma. Innan lang- tímaáætlunargerðar verður leitazt við að samhæfa markmið skyldra og óskyldra rekstrarþátta eftir því sem kostur er og freista þess að ná betri nýtingu gagna og gæða. Eitt megin- verkefni héraðsnefndarinnar er að marka slíkri heildarstefnumótun far- veg og reyna að samræma markmið sveitarfélaganna og fyrirætlanir ríkis- stofnana innan héraðsins. Ljóst er, að mikið skortir á, að ríkisstofnanir innbyrðis samhæfi nægilega aðgerðir sínar innan héraða, en það hlýtur þó að vera ein forsenda þess, að langtímaáætlunargerð í héruðum skili árangri. stöðumenn stofnana til fundar eins oft og þurfa þykir. Fjármál Tekjur héraðsnefndarinnar eru tvenns konar: Annars vegar eru sér- stakar tekjur einstakra rekstrarþátta, sem að mestum hluta eru framlög sveitarfélaga, jöfnuð niður sam- kvæmt sérstökum reglum, og hins vegar almennar tekjur, sem einnig eru að mestu leyti framlög sveitarfé- laganna og jafnað niður eftir íbúa- fjölda og tekjum. Til þessa hefur afgreiðsla fjár- hagsáætlana sameiginlegra rekstr- arþátta verið tafsöm og einkennzt af miklum pappír. Afgreiðslu fjárhags- áætlunar er nú breytt nokkuð og hún einfölduð, eftir því sem kostur er. I því skyni fylgir fjárhagsáætlun- inni nú ítarleg greinargerð, þar sem hver fjárhagsliður er sundurliðaður, og er ætlunin að færa meginumræð- ur um fjárhagsáætlun héraðs- nefndar inn í hreppsnefndirnar sjálfar. Mikið hefur skort á, að hreppsnefndir, sem eiga aðild að sameiginlegum rekstri, hafi nægi- lega greiðan aðgang að upplýsing- um um sérstök rekstraratriði. Með ítarlegri greinargerð er reynt að koma á móts við hreppsnefndar- fulltrúa að þessu leyti. Þar er áætl- aður kostnaður sundurliðaður inn- an hvers fjárhagsliðar bæði að magni og verðgildi, eftir því sem kostur er. Auðvelt er því að eyrnamerkja fjár- veitingu eins nákvæmlega og æski- legt er talið hverju sinni og hafa vökult auga með framkvæmdinni. Þetta skapar einnig skilyrði fyrir ná- kvæmari bókun reikninga og raun- hæfari fjárhags- og greiðsluáætlun- um, þegarfram líða stundir. Pólitískt og rekstrarlegt eftirlit er því verulega aukið með þessum ráðstöfunum. Framkvæmdaráð héraðsnefndar skal annast undirbúning fjárhags- áætlunar. Drög að fjárhagsáætlun skulu lögð fyrir sveitarstjórnir eigi síðar en 20. nóvember ár hvert til kynningar. Fjárhagsáætlun skal síð- ar lögð fram í endanlegri mynd ásamt ítarlegri greinargerð og tekin til afgreiðslu í hverri hreppsnefnd og síðan á fundi héraðsnefndar eigi síð- ar en 20. janúar. Komi ekki fram ágreiningur á fundi héraðsnefndar telst fjárhagsáætlunin samþykkt að liðnum ákveðnum fresti, sem sveit- arstjórnir hafa. Takist ekki að jafna ágreiningsatriði, skal þeim vísað til héraðsþings, sem skal haldið í síð- asta lagi í marz ár hvert. Með þessu fyrirkomulagi er miklu létt af sameiginlegum fundum sveit- arstjórna eða sýsluþinga, eins og þeir fundir eru kallaðir í stofnsam- þykktinni. ^Perstorpf^ Plastskúffur RUMGOÐ LAUSN WHF.BFNASMIflJAN SÖLUDEILD HÁTEIGSVEGI7 S: 21220 SVEITARSTJÓRNARMÁL 29

x

Sveitarstjórnarmál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.