Sveitarstjórnarmál

Árgangur

Sveitarstjórnarmál - 01.02.1988, Blaðsíða 22

Sveitarstjórnarmál - 01.02.1988, Blaðsíða 22
KYNNING SVEITARFÉLAGA skriður á málið. Lagður var vegur fram í Karls- ey, hafnaraðstaða byggð upp fyrir allt að 1000 tonna skip og þriggja fasa rafmagn lagt til Reyk- hóla. Reist var verksmiðjuhús, 1824 fermetrar að grunnfleti, og borað eftir heitu vatni. Fengust 40 — 50 1/sek. af 112°C heitu vatni, og var hita- lögn lögð fram í eyna. Framleiðsla ársins 1987 varð um 9000 tonn af þangi og um 2000 tonn af þara. Framleiðslu- verðmæti verksmiðjunnar nam milli 60 og 70 millj. króna, en um 90% þess er útflutningsvara. Samkvæmt heimild í fjárlögum ársins 1986 var verksmiðjan leigð heimamönnum hinn 1. júní 1986 og síðan seld hlutafélagi heimamanna, Þörungaverksmiðjunni hf., á miðju ári 1987. Var hún keypt af skiptaráðanda og ríkissjóði, og var kaupverðið 25 millj. króna. Geira- dalshreppur og Reykhólahreppur ásamt Kaup- félagi Króksfjarðar eru stórir hluthafar í þessu hlutafélagi heimamanna, sem nú rekur verk- smiðjuna á eigin ábyrgð. Nýr framkvæmdastjóri hefur verið ráðinn að verksmiðjunni, Benedikt Gunnarsson, verkfræðingur, og er hann fjórði framkvæmdastjórinn síðan verksmiðjurekstur- inn hófst árið 1975. Hlunnindi og búskapur Aðalhlunnindi Reykhólajarðar hafa verið vor- og haustkópaveiði og dúntekjan. Síðustu áratugina hafa hlunnindi verið leigð út frá ári til árs. Leigutakar hafa verið Tómas Sigurgeirsson lengst af, en Tilraunastöðin í nokkur ár. Frá árinu 1978 hafa hálf hlunnindin verið leigð nýbýlinu Mávavatni. Á árunum 1979 til 1982 reyndu rúmlega 1000 æðarkollur að verpa, en árið 1982 voru 120 hreiður upprifin af völdum vargfugls, m.a. arnar. Meðaldúntekja var 15,5 kg á ári, en vorkópaveiðin 38 kópar. Nú er engin vorkópa- veiði, eftir að verðfall varð á skinnavörunni. Á síðustu árum hefur lifnað mjög yfir hrogn- kelsaveiðinni. Sú veiði hefur verið sveiflukennd, en ábatasöm. Áður en hin stórfellda ræktun heimalandsins átti sér stað upp úr 1950, var aðeins um fjórð- ungur heyskapar á ræktuðu og véltæku landi. Hið kraftmikla eyjahey var fullkomlega töðu- ígildi. Eyjaheyskapurinn var bæði mannfrekur og erfiður. Síðasta heyskaparár í Reykhólaeyj- um var 1952. Heyskapurinn varð 482 baggar af góðu bandi. Heim komið náðust 6,7 baggar á dagsverkið. Þetta var erfitt starf. Um svipað leyti var eyjabeit að mestu lokið. Það var ávallt áhætta að láta lömb ganga þar úti allan veturinn vegna flæðihættu. Hvað eftir annað kom fyrir, Þörungaverksmiðjan á Reykhólum. Ljósm. Rafn Hafnfjörð. Þara mokað í formatara við verksmiðjuna. Ljósm. DV. Kríst- ján Arí Einarsson. I vinnslusal. Við vinstrí brún myndar er stór þurrkarí. Á hægrí hönd eru birgðir af þangmjöli. Ljósm. DV. Kristján Arí Einarsson. 16 SVEITARSTJÓRNARMÁL
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.