Sveitarstjórnarmál - 01.02.1988, Side 34
STJÓRNSÝSLA
Hallgrímur Guðmundsson, sveitarstjóri Haíharhrepps:
Héraðsnefnd í Austur-
Skaftafellssýslu
Héraðsnefnd tók til starfa í Aust-
ur-Skaftafellssýslu um síðastliðin
áramót. Héraðsnefndin er stofnuð
samkvæmt ákvæðum sveitarstjórn-
arlaga nr. 8 frá 1986 og tekur við
verkefnum eldri sýslunefndar, eftir
því sem við á. Að héraðsnefndinni
standa öll sveitarfélög Austur-
Skaftafellssýslu, og munu þau eftir
sem áður mynda eitt þjónustusvæði
innan Sambands sveitarfélaga á
Austurlandi.
Sex hreppar
( Austur-Skaftafellssýslu eru
sex hreppar. Þeir eru:
íbúafjöldi
1. des. 1986
Bæjarhreppur 65
Nesjahreppur 295
Hafnarhreppur 1520
Mýrahreppur 86
Borgarhafnarhreppur 136
Hofshreppur 112
Alis: 2214
Héraðsnefndin er stofnuð með
samþykkt á sameiginlegum fundi
sveitarstjórna í Austur-Skaftafells-
sýslu, sem haldinn var 11. desem-
ber sl., svo og með sérstakri sam-
þykkt hverrar sveitarstjórnar.
Samstarf sveitarstjórna í Austur-
Skaftafellssýslu hefur verið mjög
náið og farið vaxandi undanfarin ár.
Eldri sýslunefnd Austur-Skaftafells-
sýslu hefur unnið ötullega á ýmsum
sviðum, en auk hennar hafa sveitar-
félögin haft um árabil samstarf sín í
milli um lausn einstakra rekstrar-
þátta, þ.e. byggðasamlög, sem nú
eru nánar skilgreind í nýjum sveitar-
stjórnarlögum. Horfið var frá þessu
fyrirkomulagi fyrir allnokkru, og var
jáá mynduð sameiginleg rekstrar-
stjórn fyrir alla rekstrarþætti, en
hún var yfirleitt skipuð oddvitum
sveitarfélaganna. Auk stjórnar sam-
eiginlegs rekstrar starfaði að sjálf-
sögðu sýslunefnd, eins og lög gerðu
ráð fyrir. Setning sveitarstjómarlag-
anna nr. 8/1986 skapaði sveitar-
stjómunum svigrúm til að sam-
eina starf sýslunefndar og stjórn
sameiginlegs rekstrar og einfalda
þannig enn frekar sameiginlegt
stjómarform sveitarfélaganna.
Verkefni héraðsnefndar
Héraðsnefndin mun taka við öll-
um hefðbundnum verkefnum eldri
sýslunefndar, sem ekki eru falin öðr-
um með lögum. Má þar nefna t.d.:
sýsluskjalasafn,
byggðasafn,
elli- og hjúkrunarheimilið Skjól-
garð (sjálfseignarstofnun),
útgáfu Skaftfellings.
Jafnframt tekur héraðsnefndin við
öllum rekstrarþáttum sameiginlegs
rekstrar sveitarfélaganna, sem nú
eru helztir:
Brunavarnafélag Austur-
Skaftafellssýslu,
Byggingarfulltrúi Austur-
Skaftafellssýslu,
Heilbrigðisfulltrúi Austur-
Skaftafellssýslu,
Tónskóli Austur- Skaftafells
sýslu,
Heilsugæzlustöð og rekstur
sjúkrabifreiðar.
Sveitarfélögin skipa einn fulitrúa til
setu í héraðsnefnd nema Hafnar-
hreppur, sem skipar tvo. Fram-
kvæmdastjóri héraðsnefndarinnar er
sveitarstjóri Hafnarhrepps, nema
nefndin samhljóða ákveði annað.
Virk stjórnskipun
( samstarfssamningi sveitarfélag-
anna er lögð áherzla á einfalda og
virka stjómskipun, og er héraðs-
nefndinni ætlað að koma saman
a.m.k. ársfjórðungslega. Fyrir þá
fundi skal leggja bráðabirgðareikn-
ingsstöðu frá áramótum til næstlið-
inna mánaðamóta. Héraðsnefnd
kýs úr sínum hópi í sérstakt fram-
kvæmdaráð, sem er hliðstætt
byggðarráðum, og getur það tekið
fullnaðarákvörðun fyrir hönd héraðs-
nefndar í ýmsum tilvikum. Jafnframt
koma allir kjörnir fulltrúar í sveitar-
stjórn sýslunnar árlega saman til
fundar. Fyrir þá fundi skal m.a.
leggja ársreikninga til úrskurðar.
Hér að neðan er gerð grein fyrir
meginuppbyggingu stjórnkerfis hér-
aðsnefndar sýslunnar. Það er kunn-
uglegt, en í sérstökum viðauka
stofnsamnings eru ákvæði um
stefnumótandi vettvang, svokölluð
ráð, þar sem leitazt skal við að sam-
ræma aðgerðir hinna ýmsu nefnda
innan ramma langtímaáætlunar-
gerðar. Kjarni ráðanna er þriggja
manna starfshópur, sem getur kall-
að til sín formenn nefnda og for-
28 SVEITARSTJÓRNARMÁL